Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Hrúgur af skít og vonin um folaldið

    Jón Gnarr borgarstjóri er þrettándi vonarberinn í jóladagatali kirkjunnar.  Hann segir að lífið sé allt of sjaldan auðvelt og einfalt en að vonin sé sérstaklega dýrmæt í erfiðleikum.  Vonin um að kannski leynist lítið folald inn í skítahrúgunni sem virðist óendanleg, gefur kraft til að halda áfram að moka sig í gegn.

  • Vonin um jafnrétti allra

    Sigurlín Margrét er tólfti vonarberinn í jóladagatali kirkjunnar. Hún talar við okkur á táknmáli um vonina að hvert einasta nýfætt barn muni njóta virðingar, jafnréttis og skilnings.

  • Úr viðjum vanans

    Harpa Arnardóttir leikari er ellefti vonarberinn í jóladagatali kirkjunnar. Hún segir sögu um hvernig bein reynsla kennir okkur um vonina og að viðjar vanans eru ekki órjúfanlegar.

  • Ný sýn og nýtt upphaf

    Þórhallur Heimisson er tíundi vonarberinn í jóladagatali kirkjunnar. Hann talar um hvernig erfiðleikar geta falið í sér nýja sýn og nýtt upphaf.

  • Þú ert með fallegt hjarta

    Magga Pála er vonarberi dagsins. Hún  minnir okkur á að það er eitthvað gott í lífinu þrátt fyrir allt sem gerist inn á milli.

    Við hittum hana í einum Hjallastefnuskólanum. Myndbandið var tekið upp fyrir framan vegg sem var skreyttur með teikningum og yrðingum barnanna. Á einu blaðinu stendur: „Þú ert með fallegt hjarta“ og svo hefur verið teiknað fallegt hjarta við hliðina. Skólinn var reyndar fullur af svona hrósmiðum.

    Það vekur von.

  • Hugmyndin um annan heim

    Árni Bergmann rithöfundur er áttundi vonarberinn í jóladagatali kirkjunnar. Hann nálgast vonina sem möguleikann á þeirri hugsun að heimurinn gæti verið öðruvísi en hann er.

  • Von er vatn – vatn er von

    Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor og stjórnlagaþingkona er sjöundi vonarberinn í jóladagatali kirkjunnar. Hún lýsir voninni eins og vatni sem er hverju lífi nauðsynlegt.

  • Að taka á móti von

    Toshiki Toma er sjötti vonarberinn í jóladagatali kirkjunnar. Hann minnir okkur á táknið sem felst í jólunum og að við þurfum að taka sjálf á móti voninni sem felst í þeim.

  • Sunnudagsviðtal um von

    Samhliða jóladagatali kirkjunnar birtast fjögur sunnudagsviðtöl þar sem rætt er um von í lengra máli. Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur, er fyrsti viðmælandinn. Hann talar hér um muninn á von og bjartsýni, um mikilvægi vonarinnar í lífi manneskjunnar og hlutverk vonarinnar í Biblíunni.

  • Sjónarhorn unglings

    Fimmti vonarberinn í jóladagatali kirkjunnar er Guðrún Gunnarsdóttir sem er nemandi í 8. bekk í Vogaskóla. Hún ætlar að fermast í vor og gengur til spurninga í Langholtskirkju. Hún gefur okkur sjónarhorn unglingsins á vonina.