Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Hvernig líður þér?

    Í dag skrifum við um Hollráð Hugos og kirkjustarfið á Trú.is. Það má stytta sér leið og lesa niðurstöðuna:

    Við ættum að gera okkur far um að spyrja reglulega um þetta því starfsfólk kirkjunnar er auðlegð hennar og ef kirkjan á að vaxa og dafna á komandi árum þarf að leggja rækt við starfsfólkið.

    En við mælum nú samt með því að þið lesið allan pistililnn.

  • Hér má sjá næsta biskup

    Frambjóðendur í kjöri til biskups Íslands

    Frambjóðendurnir átta í Glerárkirkju á Akureyri á laugardaginn var.

  • Kynningarfundur í Glerárkirkju – bloggað í beinni

    Nú er að hefjast kynningarfundur biskupsefna í Glerárkirkju. Þetta er síðasti fundurinn sem er haldinn. Ég ætla að reyna að blogga fundinn í beinni.

    Átta frambjóðendur í biskupskjöri (more…)

  • Trúfrelsi, langhlaup og heljarstökk

    Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, flutti ávarp við upphaf fundar um trúfrelsi í gærmorgun. Hann greip þar til líkingar úr íþróttum sem mér þykir ágæt:

    Íslenska ríkið er ekki trúað. En ríkisvaldið er eðli máls samkvæmt fulltrúi hefða, menningar og sögu og ber skylda til að gæta jafnvægis. Breytingar sem hér eru til umræðu, koma í kjölfar langvarandi þróunar  – stundum baráttu og átaka – en framar öllu, þróunar; ekki alltaf sýnilegrar og sjaldnast á vettvangi stjórnmála, heldur á vettvangi heimspekilegrar umræðu, bókmennta, lista, fræða og frjálsra félagasamtaka. Við erum að tala um langhlaup á braut menningarinnar fremur en heljarstökk augnabliksins.

  • Kynningarfundur biskupsframbjóðenda á YouTube

    Nú er hægt að horfa á upptökur frá kynningarfundi með biskupsframbjóðendum í vefsjónvarpi kirkjunnar á YouTube. Þetta er gott tækifæri til að kynnast frambjóðendum betur og fá innsýn í nálgun þeirra við ólíka þætti kirkjuskipulags og kirkjustarfs.

  • Konur geta breytt heiminum

    Í dag 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Af því tilefni rifjum við upp fræga ræðu eftir Sojourner Truth sem hún flutti á baráttusamkomu kvenna í Akron, Ohio, árið 1851.

    Sojourner Truth var prédikari af Guðs náð og áhrifamikill leiðtogi. Hún fæddist í þrældómi og var gefið nafnið Ísabella og var seld frá foreldrum sínum 9 ára gömul. Hún hafði þrælað í mörg ár og eignast nokkur börn sjálf þegar hún hlaut frelsi. Hún lifði reynslumiklu og litríku trúarlífi, tók sér nafnið Sojourner Truth og varð farandprédikari sem eftir var tekið.

     

    (more…)

  • Peppmolinn 2012

    Peppmolinn

    Einn frambjóðandinn í biskupskjöri gaf mér sælgætismola á Menntadegi PÍ í dag. Bréfið utan um molann geymdi peppskilaboð, í anda þess sem hefur mátt sjá frá nokkrum frambjóðendum síðustu vikurnar. Peppmolinn er sniðug og nútímaleg leið til að koma jákvæðri sýn á lífið á framfæri.

  • Framvinda biskupskosninga

    Á kirkjan.is er búið að setja upp kynningarvef fyrir biskupskjörið. Þar er að finna yfirlit yfir framvindu kosninganna:
    • Kynningarfundir með frambjóðendum verða haldnir fyrir kjörmenn dagana 2 – 10. mars.
    • Kjörgögn verða að óbreyttu send út til kjósenda þriðjudaginn 6. mars. Frestur til að skila atkvæði er til 16. mars. Atkvæði póstlögð eftir þann dag eru ekki talin gild.
    • Kjörgögn verða send út til kjósenda föstudaginn 9. mars. Frestur til að skila atkvæði er til 19. mars. Atkvæði póstlögð eftir þann dag eru ekki talin gild.
    • Stefnt er að talningu atkvæða föstudaginn 23. mars.
    • Hljóti enginn meirihluta atkvæða verður önnur umferð þar sem valið er milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu.Verða þá kjörseðlar sendir að nýju til kjörmanna.
    • Stefnt er að biskupsvígslu sunnudaginn 24. júní 2012.

    Uppfært 6/3: Nýjar upplýsingar bárust um það hvenær kjörgögn verða send út. 7/3: Réttar dagsetningar komnar.

  • Biskupsefni kynna sig – bloggað í beinni

    Nú er að hefjast kynningarfundur í Háteigskirkju sem markar upphaf formlegrar kynningar í biskupskjöri. Átta biskupsefni eru komin til að svara spurningum um sýn sína á kirkjuna, erindi hennar og skipulag. Ævar Kjartansson, guðfræðingar og útvarpsmaður, er fundarstjóri. Spyrjendur eru Bjarni Kr. Grímsson, sóknarnefndarformaður og kirkjuþingsmaður, Gunnar Kristjánsson, prófastur, og Magnea Sverrisdóttir, djákni.

    Fundurinn er tekinn upp á myndband og verður svo settur á netið. Við ætlum að reyna að blogga í beinni. (more…)