Á kirkjan.is er búið að setja upp kynningarvef fyrir biskupskjörið. Þar er að finna yfirlit yfir framvindu kosninganna:
- Kynningarfundir með frambjóðendum verða haldnir fyrir kjörmenn dagana 2 – 10. mars.
- Kjörgögn verða að óbreyttu send út til kjósenda þriðjudaginn 6. mars. Frestur til að skila atkvæði er til 16. mars. Atkvæði póstlögð eftir þann dag eru ekki talin gild.
- Kjörgögn verða send út til kjósenda föstudaginn 9. mars. Frestur til að skila atkvæði er til 19. mars. Atkvæði póstlögð eftir þann dag eru ekki talin gild.
- Stefnt er að talningu atkvæða föstudaginn 23. mars.
- Hljóti enginn meirihluta atkvæða verður önnur umferð þar sem valið er milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu.Verða þá kjörseðlar sendir að nýju til kjörmanna.
- Stefnt er að biskupsvígslu sunnudaginn 24. júní 2012.
Uppfært 6/3: Nýjar upplýsingar bárust um það hvenær kjörgögn verða send út. 7/3: Réttar dagsetningar komnar.
Leave a Reply