Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Ó ljúfa, erfiða sumar

    Fréttablaðspistill dagsins fjallar um sumur og sumarfrí sem geta bæði verið ljúf og sár, létt og erfið.

  • Altarisbrauðið

    Altarisbrauðið

    Kristín bakaði altarisbrauðið sem var boðið upp á í Þingvallakirkju í dag. Það var bæði gott og fallegt.

  • Ekkert undarlegt ferðalag

    Við prédikuðum um sumarfrí og ferðalög og samskipti fólks í Þingvallakirkju í dag:

    Tilvera okkar er undarlegt ferðalag segir í ljóði Tómasar Guðmundssonar sem fjallar um okkur sem gesti á hótel jörð. Textinn er hnyttinn og lagið er grípandi, en við ætlum nú samt að vera ósammála hugsuninni sem kemur fram í þessu fræga ljóði.

  • Sóknir, prestaköll og prófastsdæmi á Suðvesturhorninu

    Kristín átti sæti í nefnd sem vann skýrslu um framtíðarskipan profastsdæma, prestakalla og sókna á Suðvesturhorninu. Skýrsla nefndarinnar er birt á kirkjan.is.

  • Agnes biskup

    Agnes M. Sigurðardóttir

    Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, í messu við lok prestastefnu í síðustu viku. Á flickr eru fleiri myndir úr messunni og frá Prestastefnu.

  • Gleðidagur 50: Von dregur úr fátækt

    Páskaliljur

    Í Economist sem kom út um miðjan mánuðinn segir frá rannsóknum Esther Duflo. Hún er hagfræðingur og starfar við MIT í Bandaríkjunum. Esther flutti erindi þriðja maí síðastliðinn þar sem hún færði rök fyrir því að sum átaksverkefni gegn fátækt hefðu meiri áhrif en ella vegna þess að þau leiddu til þess að þátttakendur í þeim öðluðust von um að þeirra gæti beðið meira en lífsbaráttan ein.

    Hún sagði m.a. frá verkefnum á Indlandi sem miðuðu ekki aðeins að þú að veita fjárhagslega aðstoð heldur gerðu fólk myndugt og veittu því reisn með því að láta þeim í té kú, geitur eða kjúklinga sem þau gátu notað til að framleiða afurðir sem mátti svo selja. Á bak við verkefnin stóð smálánafyrirtækið BRAC.

    Það sýndi sig að fólkið sem fékk þessa umframhjálp náði auknum árangri. Hvers vegna? Ein tilgátan er sú að það sé vegna þess að þau öðluðust von um að breytingar á kjörum þeirra og aðstöðu væru mögulegar. Vonin varð svo drifkraftur frekari breytinga.

    Þetta voru góð skilaboð á fimmtugasta og síðasta gleðideginum því gleðidagarnir hafa öðru fremur snúist um vonina.

    Við látum þetta vera síðustu orðin í gleðidagabloggi ársins 2012, þökkum ykkur samfylgdina og óskum lesendum öllum gleðilegrar hvítasunnuhátíðar.

  • Gleðidagur 42: Skeggið er karlmannsprýði

    Skegg

    Við skemmtum okkur yfir vefnum Better with a beard í dag. Þar er því haldið fram að allir karlmenn líti betur út með skegg. Myndirnar tala sínu máli. Þessi er af Matt LeBlanc sem lék Joey í Friends og hefur skemmt fjölskyldumeðlimum á öllum aldri.

    Á fertugasta og öðrum gleðidegi fögnum við vel snyrtu skeggi sem er svo sannarlega prýði þess sem það ber.

  • Gleðidagur 38: Harpa

    Harpa

    Harpa er rúmlega eins árs um þessar mundir. Á rúmu ári hefur orðið að samkomustað Íslendinga þar sem við njótum menningar af ýmsum toga. Þar er líka gott að sitja og sötra kaffi eða te og eiga samtal um lífið og tilveruna.

    Á þrítugasta og áttunda gleðidegi gleðjumst við yfir tónlistarhúsinu sem er bæði tákn fyrir hrun og upprisu.

  • Gleðidagur 35: Barbara og vatnið

    Barbara Rossing er prófessor við Lutheran School of Theology í Chicago. Við þekkjum hana af vettvangi Lútherska heimssambandsins. Í dag leiddi hún Biblíulestur á vefráðstefnu Lh um umhverfismál og réttlæti. Hún ræddi um vatnið í Biblíunni.

    Á þrítugasta og fimmta gleðidegi viljum við þakka fyrir vatnið og fyrir lífið.

  • Gleðidagur 28: Grösin í garðinum

    Nykurrós frú Richmond

    Á tuttugasta og áttunda gleðidegi var komið við í Grasagarðinum í Reykjavík. Þar var meðal annars þessi Nykurrós sem gladdi augun. Í dag viljum við þakka fyrir blómin og það sem blómstrar.

    Við erum líka þakklát og glöð yfir þeim frábæra unaðsreit sem Laugardalurinn er. Þar skapast rými fyrir fjölskyldur og einstaklinga af öllum stærðum og gerðum til að eiga góðar stundir og njóta lífsins. Það er t.d. sérlega vel til fundið að setjast niður í Café Flóru eftir göngutúr í Grasagarðinum og Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum. Falleg og vinaleg kaffihús eru dýrmætir reitir og draga fram gæði borgarlífsins. Þau þurfa að vera út um allan bæ – ekki bara í 101.