Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Lagfæra þarf fæðingarorlofið

    Velferðarráðherra í samtali við Mbl.is:

    „Þannig þarf að ráðast í endurreisn fæðingarorlofskerfisins sem fyrst þar sem hlutfall heildarlauna verður fært úr 75% í 80% af meðalheildartekjum umfram 200.000 kr. sem og að hækka hámarksgreiðslur þannig að meiri hluti foreldra, sem eru þátttakendur á vinnumarkaði, fái tekjur sínar sannanlega bættar.“

    Fréttin fjallar aðallega um pabbana í fæðingarorlofi, en málið varðar að sjálfsögðu bæði feður og mæður. Ég er sammála ráðherranum og þá liggur beint við að spyrja: Eru lagfæringar á kerfinu ráðgerðar í vetur? Hvað segja drög að fjárlagafrumvarpi okkur?

  • Ertu drottning?

    Leiðin í hefðarsætið getur hins vegar þvælst fyrir okkur – alveg eins og líf í slæmum tengslum og meðvirkni getur hindrað okkur í því að vera frjáls. Því segi ég þér: Ekki láta þitt eigið hefðarsæti neinum öðrum eftir heldur taktu skref í áttina að eigin frelsi og eigin hefðarsæti, með því að fikra þig út úr því sem heldur þér niðri. „Vinur, flyt þig hærra upp!“ eru orðin sem Jesús talar til þín í dag.

    Prédikun í Víðistaðakirkju, 30. september 2012.

  • Ástin blómstrar á Ítalíu

    Loksins tókst mér að gera gamanmynd án þess að dramað tæki yfir, sagði Susanne Bier í gær. Hún kynnti nýjustu kvikmynd sína um Hárlausa hárskerann stuttlega áður en sýningin hófst og nefndi meðal annars að fyrri tilraunir hefðu orðið full dramatískar á köflum. Eða jafnvel al-dramatískar.

    Umfjöllunarefnið í Hárlausa hárskeranum er samt alvarlegt. Ida, sú sem titillinn vísar til, er að ljúka krabbameinsmeðferð. Hún hefur tekist vel. Líklega. Í upphafi situr hún hjá lækninum sínum og hann spyr hvort hún vilji ekki íhuga að endurgera brjóstið sem þurfti að taka. „Nei, nei,“ svarar hún, því eiginmaðurinn Leif styður hana og elskar eins og hún er. Hann er ekkert fyrir útlitið. Svo fer hún heim og kemst þá að því að kauði er búinn að halda við ungpíu af skrifstofunni allan tímann sem hún var í meðferðinni.

    Heimurinn hrynur og ævintýrið getur hafist.

    Hárlausi hárskerinn er mynd um flókin fjölskyldutengsl, um Ítalíu sem er staður ástarinnar að mati danskra leikstjóra, um sorgina sem tekur yfir lífið, um óttann við sjúkdóminn sem hefur einu sinni tekið lífið yfir og gæti gert það aftur. Þetta er líka mynd um vonina sem er sterkasti drifkrafturinn og um mikilvægi þess að setja sér og öðrum mörk því vonarríkt líf og skynsamleg mörk eru lykillinn að hamingjunni, á Ítalíu, í Danmörku og kannski á Íslandi líka.

    Ég mæli með Hárlausa hárskeranum sem er mannbætandi mynd. Hún er sýnd í Háskólabíói að kvöldi 1. október og fer svo vonandi í almennar sýningar.

  • Betri samskipti

    Toshiki Toma í Fréttablaðinu í dag:

    Mér finnst það vera áríðandi á verkefnaskrá innflytjendamála að stofna fasta leið til þess að samskiptin séu nægileg, sérstaklega fyrir innflytjendur. Ég trúi því raunar að mörg vandamál sem myndast stundum í kringum innflytjendur myndu leysast með því að tryggja samskiptin á milli stjórnar og innflytjenda.

    Gæti komið að gagni í þessu sambandi að skoða reynsluna af gjörbyltum samskiptum foreldra og skóla í gegnum Mentor?

  • Berlínarkaffihúsin

    Við áttum langa helgi í Berlín í ágúst. Ferðin var meðal annars nýtt til að heimsækja uppáhaldsveitingastaði og -kaffihús. Kaffihúsin voru að sjálfsögðu borin saman við Kaffismiðjuna og Pallett. Hér koma nokkrar myndir og örfá orð um uppáhaldskaffihúsin okkar í Berlín.

    Bonanza Coffee Heroes

    Bonanza Coffee Roasters er á Oderberger Strasse sem er rétt hjá Mauerpark. Þau rista sitt eigið kaffi og það er selt víða í Berlín sem eðalkaffi. Innandyra eru örfá sæti, en þau eru fleiri fyrir utan. Þarna er alltaf fullt af fólki og kaffið er gott. (more…)

  • Biblían og bókstafurinn

    Biblían og bókstafurinn heitir pistill sem við skrifuðum um stóra auglýsingarmálið. Hann birtist í Fréttablaðinu í dag.

  • Biskupshjónin

    Biskupsvígsla á Hólum 2012

    Þórir Guðmundsson tók þessa mynd af biskupshjónunum Solveigu Láru og Gylfa. Á myndasvæði kirkjunnar eru fleiri myndir.

  • Hugrökk!

    Við heillumst af hugrekki. Þess vegna vekja sögurnar af Hrafnhildi, Meridu prinsessu, Óskari spretthlaupara og íþróttakonunni Tahminu áhuga okkar og aðdáun. Þess vegna höldum við áfram að hlusta á Jesú, sem nærir og styrkir trúna á að lífið færi okkur það sem við þráum. Það er boðskapurinn um ást Guðs sem frelsar, leysir og réttir við. Það er boðskapurinn sem gefur okkur kraft til að breyta og kraft til að lifa.

    Prédikun í Brautarholtskirkju 12. ágúst.

  • Aldrei aftur

    Kalda stríðið og kjarnorkuváin heldur ekki vöku fyrir unglingunum okkar í dag. En það er full ástæða til að minnast fórnarlamba sprengjunnar í Hiroshima og Nagasaki 6. og 9. ágúst og snúa huga okkar og hjarta til þeirra sem þar þjáðust. Við erum þakklát fyrir framtak opinberra aðila og almennra borgara sem hafa látið sitt af mörkum til að velja lífið. Aldrei aftur Hiroshima. Aldrei aftur Nagasaki.

    Pistill í Fréttablaðinu, 9. ágúst 2010.

  • Síðasta messan – myndir

    Á Hólahátíð 2012 verður sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal, vígð til þjónustu sem vígslubiskup Hólastiftis. Um síðastliðna helgi þjónaði Solveig Lára söfnuðinum sínum í síðasta sinn, áður en hún verður biskup. Tilefnið var gleðilegt en tvær stúlkur úr sveitinni fermdust þennan fallega sunnudag á Möðruvöllum. Við fengum að vera með.

    Fermingarmessa á Möðruvöllum

    Solveig Lára setur á sig pípukragann.  (more…)