Á Hólahátíð 2012 verður sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal, vígð til þjónustu sem vígslubiskup Hólastiftis. Um síðastliðna helgi þjónaði Solveig Lára söfnuðinum sínum í síðasta sinn, áður en hún verður biskup. Tilefnið var gleðilegt en tvær stúlkur úr sveitinni fermdust þennan fallega sunnudag á Möðruvöllum. Við fengum að vera með.
Solveig Lára setur á sig pípukragann.
Það þurfti að fara stuttlega yfir athöfnina með stúlkunum sem voru fermdar. Hvenær á að sitja og standa og hvað þær eiga að gera.
Prestssetrið er líka skrúðhús. Solveig Lára og stúlkurnar ganga til kirkju.
Fermingarræðan flutt þar sem hún minnti þær meðal annars á gjöf og gildi trúarinnar.
Hamingjuóskir og þakklæti að messu lokinni.
Fleiri myndir eru á flickr.
Leave a Reply