Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Morgunbæn og orð dagsins

    Kristín fékk það hlutverk að flytja morgunbæn og orð dagsins á Rás 1 frá 6. september og áfram. Það er hægt að hlusta á hverjum morgni klukkan 6:25 og líka á vefnum hvenær sem er.

  • Kristín í Garðakirkju

    Kristín prédikar í Garðakirkju 31. ágúst 2014.
    Kristín prédikar í Garðakirkju 31. ágúst 2014.
  • Samtal um siðbót

    Samtal um siðbót er útvarpsþáttur sem hóf göngu í sína í dag og verður á dagskrá fram í október. Þarna ætla Árni og Ævar Kjartansson, guðfræðingur og útvarpsmaður, að ræða við sérfræðinga í guðfræði og sögu siðbótarinnar. Gestur dagsins var dr. Gunnar Kristjánsson og í næstu viku kemur dr. Vilborg Auður Ísleifsdóttir í hljóðstofu. Sent út alla sunnudaga kl. 9:03 og er svo aðgengilegt í Sarpinum.

  • 5+1 bók

    Ég var lesandi vikunnar í Morgunglugganum á Rás 1 í gær. Sagði þar frá sex bókum sem ég er að lesa þessa dagana:

    • Original Strength: Regaining The Body You Were Meant To Have eftir Tim Anderson og Geoff Neupert
      Frábær bók um gildi þess að hreyfa sig eins og börn, alla ævi.
    • 100 Favourite Places eftir Slow Travel Berlin
      Eitt hundrað skemmtilegir staðir í uppáhaldsborginni okkar hjónanna. Við mælum með bók og borg!
    • Fortunately the Milk eftir Neil Gaiman
      Ævintýri í hversdagslífinu eftir uppáhaldshöfund.
    • The Target eftir David Baldacci
      Reyfari eins og þeir gerast bestir, gott og illt í svarthvítri framsetningu, með gráskölum samt.
    • The Rules: The Way of the Cycling Disciple eftir The Velominati
      Hjólareglur, hraði og spandex.
    • Sálmar 2013
      Hundrað sextíu og tveir nýir sálmar til að lesa og syngja.
  • Hvítasunnan er fjölmenningarhátíð

    Kristín er í viðtali í Fréttatímanum í dag:

    „Er þetta hjólaslá?“ er það fyrsta sem séra Kristín Þórunn Tómasdóttir segir eftir að við heilsumst, og það er ekki laust við að það sé eftirvænting í röddinni. Það passar, ég er í regnheldri hjólaslá þó þennan daginn sé ég á bíl. „Úr Reiðhjólaverzluninni Berlín?“ Það passar líka. „Hjólreiðar eru nýja sameiginlega áhugamál okkar hjónanna,“ segir hún.

    Það er líka hægt að lesa viðtalið á vefnum og skoða myndir af fjölskyldunni sem fær þann heiður að prýða forsíðu blaðsins í dag.

    Ps. Svo er hægt að sækja sér pdf-skjal með viðtalinu.

  • Eins og engill

    Kristín syngur eins og engill. Það var meðal þess sem kom fram í viðtali hjá Sigurlaugu M. Jónasdóttur í þættinum Segðu mér í gær.

  • Kirkjuritið er glatt

    Þessa dagana erum við hjónin að leggja lokahönd á Kirkjuritið sem kemur út í byrjun júní. Af því tilefni settist Árni niður með Kristínu og spurði hana nokkurra spurninga um efni ritsins.

    Árni: Jæja Kristín, nú er Kirkjuritið að koma út.

    Kristín: Já, það er bara á lokametrunum og mun líta dagsins ljós fyrir Hvítasunnuhelgina.

    Árni: Hvað ber nú hæst í ritinu að þessu sinni?

    Kristín: Gleðin er meginþema heftisins og við skoðum hana frá ýmsum sjónarhornum. Við skoðum til dæmis hvernig upprisan í kristinni trú er drifkraftur gleði í ólíkum aðstæðum lífsins. Þetta gerum við bæði fræðilega og persónulega.

    Árni: Svo er það hann Hallgrímur.

    Kristín: Já, við gerum Hallgrími Péturssyni skil í þessu riti og ætlum að gera það í hinum tveimur ritunum sem koma út á árinu, enda eru 400 ár liðin frá því hann fæddist. Ritið er líka stútfullt af áhugaverðum greinum um trúna í lífinu og lífið í trúnni.

    Árni: Takk fyrir. Þetta er spennandi.

  • Dagur breytinga

    Í hverju mannsbarni búa möguleikar til að hafa áhrif á umhverfi sitt, til góðs eða ills. Það er viðfangsefni manneskjunnar að finna frelsið sitt og nota það í virðingu og sátt við sig og meðsystkini sín. Það er verkefni manneskjunnar að breyta.

    Uppstigningardagur er dagur breytinga.

  • Hjúskapur hælisleitenda

    Brottvísun hælisleitanda sem jafnframt er maki Íslendings er ekki jafneinfalt mál og vísan í „Dyflinarreglugerð“ eða annar smávandi í hælisumsókn getur réttlætt, að mínu mati.
    Toshiki Toma, Fréttablaðið 14/5/2014.

  • Gleðidagur 18: Á tveimur jafnfljótum

    Í dag er fyrsti dagur átaksins Hjólað í vinnuna. Þetta er frábært framtak sem hvetur okkur til að nýta reiðhjólið sem samgöngumáta. Við höfum bæði reynslu af því að nota hjól sem aðalsamgöngutækið okkar, hérlendis og erlendis. Það eykur orku og léttir lund.

    Á átjánda gleðidegi hjólum við í vinnuna og gleðjumst með öllum sem fara til vinnu á tveimur jafnfljótum hjólum.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.