Í dag er fyrsti dagur átaksins Hjólað í vinnuna. Þetta er frábært framtak sem hvetur okkur til að nýta reiðhjólið sem samgöngumáta. Við höfum bæði reynslu af því að nota hjól sem aðalsamgöngutækið okkar, hérlendis og erlendis. Það eykur orku og léttir lund.
Á átjánda gleðidegi hjólum við í vinnuna og gleðjumst með öllum sem fara til vinnu á tveimur jafnfljótum hjólum.
Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.
Leave a Reply