Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Hverjir hafa kosningarétt í biskupskjöri?

    Blogginu hefur borist spurning. Hún er svohljóðandi: Hverjir hafa kosningarétt í biskupskjöri?

    KjörkassinnNýjar starfsreglur um kjör biskups Íslands og vígslubiskupa voru samþykktar á kirkjuþingi í haust. Þar var kjörmönnum fjölgað verulega og áherslum breytt. Áður voru prestar í meirhluta kjörmanna en nú eru leikmenn í meirihluta. Kosningarétt hafa:

    • biskup Íslands, tveir vígslubiskupar, þjónandi prestar þjóðkirkjunnar og þeir prestar þjóðkirkjunnar, sem settir eru til þjónustu til eins árs eða lengri tíma.
    • prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar, t.d. prestar á Biskupsstofu.
    • þjónandi djáknar í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar. Djákni skal vera ráðinn ótímabundið eða til a.m.k. eins árs til að njóta kosningaréttar.
    • kjörnir fulltrúar á kirkjuþingi og í kirkjuráði.
    • formenn allra sóknarnefnda sem og varaformenn sóknarnefnda í Kjalarnessprófastsdæmi og Reykjavíkurprófastsdæmum eystra og vestra.
    • kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og eru guðfræðingar.

    Skilyrði kosningarréttar er að kjósandi sé skráður í þjóðkirkjuna við framlagningu kjörskrár. Ráðgert er að leggja kjörskrá fram 1. febrúar næstkomandi.

  • Varðstaða Alþingis

    Guðmundur Andri miðlar Alþingissýn í pistli dagsins:

    „En þetta fólk er sem sé fulltrúar kjósenda, því er ætlað að standa fyrir ákveðin grundvallaratriði í lífsviðhorfum og því er ætlað að vinna saman; þessir fulltrúar okkar og þjónar eru kosnir til að að finna út úr því – í sameiningu – hvernig best er að leysa mál, fremur en að leita ævinlega þess sem flækir mál, þeir eru kosnir til að standa vörð um ákveðin réttindi fólks, vinna gegn ójöfnuði og óréttlæti.“

    Er þetta ekki lýsing á leiðinni að auknu trausti á grunnstofnuninni Alþingi? Samvinna + varðstaða um grundvallarréttindi + barátta gegn ójöfnuði og ranglæti?

  • Íslensk heimsslit

    Christmess er íslensk heimsslitastuttmynd sem gerist á jólum. Hún er gerð af Frosta Jóni Runólfssyni og er sýnd í Sjónvarpi Mbl. Hrós til Mbl og Kvikmyndaskólans fyrir þetta góða framtak.

  • Frostrósir

    Spegla sig

    Þetta eru sko alvöru frostrósir.

  • Þau eru hugsandi tilfinningaverur

    „Fólk á að nálgast [unga]barnið sem hugsandi tilfinningaveru en ekki einblína á hegðun þess og líkamlegar þarfir.“

    Sæunn Kjartansdóttir í Morgunblaðinu 20. janúar 2012.

  • Líbería á Íslandi

    Transformed

    Líberíukrossarnir í glugganum vöktu athygli. Þeir eru gerðir úr skothylkjum sem hafa verið endurunnin í krosstáknið. Standa í senn fyrir frið og ófrið, von og vonleysi, sigur og ósigur. Magnað.

  • Litabók fyrir alvöru prinsessur

    Litabók fyrir alvöru prinsessur er tilvalin gjöf til dætranna á bóndadegi. Hún er líka ódýr því það er hægt að prenta hana út.

  • Íslensk menningarpólitík

    Bjarki Valtýsson kennir við upplýsingatækniháskólann í Kaupmannahöfn. Hann hefur skrifað bókina Íslensk menningarpólitík og gefið hana út á blogginu sínu. Þetta er áhugaverð lesning sem kemur meðal annars inn á áhrif stafrænna miðla. Kíkið á þetta.

  • Þjóðin þarf leiðtoga sem geta sameinað

    „Þjóðin þarf sömuleiðis andlega leiðtoga. Leiðtoga sem geta borið smyrsl á sárin. Leiðtoga sem geta sameinað. Leiðtoga sem geta vakið bæði kirkju og þjóð von í brjósti, von og kjark og samstöðu. Kannski verður það stærsta hlutverk nýrra biskupa Þjóðkirkjunnar árið 2012,“ skrifar Þórhallur Heimisson í Fréttablaðspistli um þjóðkirkju á nýju ári. – Meira um biskupskjör og kirkju.

  • „Þokunni fylgir kaldur súgur“

    Hjalti Hugason iðkar guðfræðilega menningarrýni. Í pistli á Hugrás skrifar hann um tregaljóðið Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson sem er „eins og ,askja’ Pandóru. Litirnir dökkna eftir því sem innar dregur. Þokunni fylgir kaldur súgur.“