Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Framvinda biskupskosninga

    Á kirkjan.is er búið að setja upp kynningarvef fyrir biskupskjörið. Þar er að finna yfirlit yfir framvindu kosninganna:
    • Kynningarfundir með frambjóðendum verða haldnir fyrir kjörmenn dagana 2 – 10. mars.
    • Kjörgögn verða að óbreyttu send út til kjósenda þriðjudaginn 6. mars. Frestur til að skila atkvæði er til 16. mars. Atkvæði póstlögð eftir þann dag eru ekki talin gild.
    • Kjörgögn verða send út til kjósenda föstudaginn 9. mars. Frestur til að skila atkvæði er til 19. mars. Atkvæði póstlögð eftir þann dag eru ekki talin gild.
    • Stefnt er að talningu atkvæða föstudaginn 23. mars.
    • Hljóti enginn meirihluta atkvæða verður önnur umferð þar sem valið er milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu.Verða þá kjörseðlar sendir að nýju til kjörmanna.
    • Stefnt er að biskupsvígslu sunnudaginn 24. júní 2012.

    Uppfært 6/3: Nýjar upplýsingar bárust um það hvenær kjörgögn verða send út. 7/3: Réttar dagsetningar komnar.

  • Biskupsefni kynna sig – bloggað í beinni

    Nú er að hefjast kynningarfundur í Háteigskirkju sem markar upphaf formlegrar kynningar í biskupskjöri. Átta biskupsefni eru komin til að svara spurningum um sýn sína á kirkjuna, erindi hennar og skipulag. Ævar Kjartansson, guðfræðingar og útvarpsmaður, er fundarstjóri. Spyrjendur eru Bjarni Kr. Grímsson, sóknarnefndarformaður og kirkjuþingsmaður, Gunnar Kristjánsson, prófastur, og Magnea Sverrisdóttir, djákni.

    Fundurinn er tekinn upp á myndband og verður svo settur á netið. Við ætlum að reyna að blogga í beinni. (more…)

  • Föstudagur #4: Brauðið

    The 'Daily bread' cross

    Þetta er ein af átta föstumyndum sem Árni tók af Krossi daglegs brauðs sem var í anddyri ráðstefnuhússins sem hýsti heimsþing Lútherska heimssambandsins í Stuttgart 2010.

  • Hamingja og athygli

    Flest af því sem maðurinn tekur sér fyrir hendur í lífinu er við nákvæma skilgreiningu tengt félagslegum tengslum þar sem hann upplifir gagnkvæma umhyggju, athygli og viðurkenningu.

    Wilfried Engemann: Gefandi prédikunarvinna

  • Frambjóðandi #8: Örn Bárður Jónsson

    Sr. Örn Bárður Jónsson

    Sr. Örn Bárður Jónsson var áttundi frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri.

    Þessa mynd tók ég af Erni Bárði á málþingi í Neskirkju. Hann er fullur af hugmyndum og miðlar þeim vel í ræðustólnum.

    Meira um biskupskjör 2012.

  • Frambjóðandi #7: Gunnar Sigurjónsson

    Sr. Gunnar Sigurjónsson

    Sr. Gunnar Sigurjónsson var sjöundi frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri.

    Ég man ekki hvar ég tók þessa mynd af Gunnari, en fannst hún ágætlega heppnuð, líklega á prestastefnu. Eins og myndin ber með sér er Gunnar ekki bara sterkasti frambjóðandinn heldur líka sá skeggprúðasti.

    Meira um biskupskjör 2012.

  • Frambjóðandi #6: Agnes Sigurðardóttir

    Sr. Agnes Sigurðardóttir

    Sr. Agnes Sigurðardóttir var sjötti frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri.

    Þessa mynd tók ég af Agnesi á prestastefnu, líklega í Vídalínskirkju 2010. Mér þykir svolítið vænt um myndina því það er svo mikil kátína í andlitinu hennar.

    Meira um biskupskjör 2012.

  • Frambjóðandi #5: Þórhallur Heimisson

    Sumarnámskeið fermingarbarna í Hafnarfjarðarkirkju 2011

    Sr. Þórhallur Heimisson var fimmti frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri.

    Þessa mynd tók ég af Þórhalli á sumarnámskeiði fermingarbarna í Hafnarfjarðarkirkju. Það var gaman að fylgjast með krökkum og prestum og æskulýðsleiðtogum sem nutu samverunnar og fræddu og fræddust um trúna og lífið. Það geislaði líka af þeim gleðin.

    Meira um biskupskjör 2012.

  • Frambjóðandi #4: Þórir Jökull Þorsteinsson

    Sr. Bára Friðriksdóttir og sr. Þórir Jökull Þorsteinsson

    Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson var fjórði frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri.

    Þessa mynd tók ég af Þóri Jökli og Báru Friðriksdóttur á Prestastefnu hér um árið. Þau voru bæði með svo fín höfuðföt í prósessíunni til kirkju.

    Meira um biskupskjör 2012.