Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Páfinn elskar alla, en skammar þá ríku

    Páfinn elskar alla, ríka og fátæka jafnt, en Páfinn hefur þá skyldu að áminna, í nafni Krists, hin ríku um að hjálpa þeim fátæku, virða þau og styðja.

    Frans páfi, sem gagnrýndi markaðsgullkálfinn.

  • Það var þetta með frítímann

    Á mbl.is er áhugavert viðtal við Mark C. Taylor, prófessor við Columbia háskóla. Hann segir meðal annars:

    Hagfræðingurinn John Maynard Keynes hafi í fyrirlestri árið 1928 spáð því að eftir hundrað ár myndu allir aðeins þurfa að vinna 20 ár á viku. „Einu sinni var frítími mælikvarði á félagslega stöðu,“ segir hann. „Nú er það þannig að ef þú ert ekki tengdur allan sólarhringinn alla daga vikunnar ertu ekki mikilvægur. Sumir vinna því allt, allt of mikið. Aðrir vinna hins vegar allt of lítið. Þeir sem vinna of mikið eru flestir sérfræðingar á uppleið í efri stigum samfélagsins.“

    Taylor er aðalfyrirlesari á málþingi sem Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar heldur. Málþingið fjallar um stjórnleysi fjármálamarkaða og ósjálfbærni fjármálakerfisins og er öllum opið. Spennandi.

  • Bieber+trú

    Á Vísi má lesa skemmtilega frétt um nýja BA-ritgerð í guðfræði þar sem ritúöl aðdáenda Justin Bieber eru greind út frá hlutverkaskilgreiningum á trúarbrögðum. Trú mætir menningu!

  • Gleðidagur 41: Skonsur

    The Barn

    Á uppstigningardegi hófst mikið Downtown Abbey maraþon á heimilinu. Það er gaman að kynnast heimilisfólki, ættingjum, vinum og kunningjum í þeim þáttum. Í tilefni þess langar okkur að deila með ykkur mynd af uppáhaldsmat sem er reglulega á borðum í Englandi: Skonsum. Þessar eru reyndar frá kaffihúsinu The Barn í Berlín, en þær eru enskar í anda!

  • Hildur og barnið sem elskar

    Hildur Eir Bolladóttir um ástarjátningu barnsins:

    Þegar lítið barn segir við þig „ég elska þig“ þá upplifirðu sennilega hvernig hamingjan getur staðið samsíða óttanum um stund. Þegar barn segir við þig „ég elska þig“ er eins og þér sé skyndilega lyft frá jörðu og eitt augnablik færðu litið inn um gáttir himnanna þar sem ekkert fær staðist nema sannleikurinn einn.

    Nákvæmlega.

  • Lófinn og lífsins bók

    Guð.
    Á skírnardegi vorum við nefnd með nafni
    og þú skrifaðir nafnið okkar í lífsins bók
    og ristir nafnið okkar í lófa þinn
    eins og við gerðum á unglingsárum
    þegar við vorum skotin í einhverjum
    og skrifuðum nafnið þeirra í lófann.
    Þau nöfn dofnuðu og hurfu þegar lófinn var þveginn,
    en nöfnin okkar okkar dofna ekki,
    þau er að eilífu í lófanum þínum.
    Takk fyrir að þú þekkir okkur og þekkir nöfnið okkar.
    Takk fyrir að þú ert okkar Guð.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 16. apríl 2013. Innblásið af vini mínum Kristjáni Vali sem er uppáhaldsskáld.

  • Orðin okkar

    Guð.
    Þú skapaðir okkur með hjarta og huga og munn.
    Til að elska, hugsa og tala.
    Orðin okkar geta dregið fólk niður og sært.
    Og þau geta lyft í hæðir, huggað og hlýjað.
    Viltu gera hjartað okkar hlýtt í dag,
    hugsann umhyggjusaman
    og munninn farveg fyrir falleg orð.
    Þannig að þau sem við mætum í dag fari frá okkur
    léttari í spori og glaðari í hjarta.
    Vitandi að þau séu metin, virt og elskuð.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 15. apríl

  • Sigga greinir

    Sigríður Guðmarsdóttir rýnir í svör oddvita flokkanna í Reykjavík-Suður við spurningu DV um afstöðu til þjóðkirkjunnar. Þetta er fróðlegt.

  • Sólartakk

    Guð.
    Það er svo gott að upplifa sólina á morgnana.
    Sjá hana gægjast upp yfir fjöllin og lýsa upp landið.
    Horfa mót henni og píra augun og finna ylinn á andlitinu.
    Þiggja næringuna sem er í geislum hennar.
    Fyrir það viljum við þakka í dag
    og biðja þig að gera okkur að sólargeisla
    í lífi fólksins í kringum okkur.
    Bæði þeirra sem við þekkjum
    og hinna sem við þekkjum ekki.
    Amen.

    Morgunbæn á Rás 1, 13. apríl.