Á mbl.is er áhugavert viðtal við Mark C. Taylor, prófessor við Columbia háskóla. Hann segir meðal annars:
Hagfræðingurinn John Maynard Keynes hafi í fyrirlestri árið 1928 spáð því að eftir hundrað ár myndu allir aðeins þurfa að vinna 20 ár á viku. „Einu sinni var frítími mælikvarði á félagslega stöðu,“ segir hann. „Nú er það þannig að ef þú ert ekki tengdur allan sólarhringinn alla daga vikunnar ertu ekki mikilvægur. Sumir vinna því allt, allt of mikið. Aðrir vinna hins vegar allt of lítið. Þeir sem vinna of mikið eru flestir sérfræðingar á uppleið í efri stigum samfélagsins.“
Taylor er aðalfyrirlesari á málþingi sem Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar heldur. Málþingið fjallar um stjórnleysi fjármálamarkaða og ósjálfbærni fjármálakerfisins og er öllum opið. Spennandi.
Leave a Reply