Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Tannleysi og talentur

    Árni:

    „Kóngurinn í sælgætislandi var tannlaus. Hann hafði etið of mikið nammi og nú kom það í bakið á honum. Hann þurfti nefnilega tennur til að njóta alvöru matar. Við þurfum líka að hafa „tennur“ til að njóta Biblíunnar. Því textana þarf að tyggja og melta og helst borða hægt.“

    Tannleysi og talentur, prédikun í Bústaðakirkju, á fyrsta sunnudegi í níuviknaföstu.

  • Fimmtán sekúndur um forgangsröðun

    Guðspjall þessa sunnudags í kirkjunni fjallar um forgangsröðun. Hér er fimmtán sekúndna prédikun.

  • Átta þúsund blöðrur og bænir

    Árni:

    Hvað segir það um þjóð að hún setji minnisvarða um sársaukann í sinni eigin sögu á besta stað í höfuðborginni? Hvernig var hægt að endurreisa Berlínarmúrinn og brjóta hann svo niður á þremur dögum?

    Prédikunin mín í Seltjarnarneskirkju í gær fjallaði um þetta.

  • Er ég ókei?

    Kristín:

    Tímamótin eru mörg og misjöfn. Hvernig höndlum við að verða fullorðin, miðaldra, öldruð? Fyllir það okkur drambi og fullvissu um að við séum réttlát en allir hinir ómögulegir? Eða tekur það frá okkur allt sjálfstraust og sjálfsvirðingu? Þegar upp er staðið finnum við sátt með því að sleppa samanburði og hætta að reyna að vera eitthvað sem við erum ekki. Vegna þess við erum nógu góð.

    Er ég okei?, prédikun í Garðakirkju 31. ágúst 2014