Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Selirnir og sunnudagaskólinn

    Sunnudagaskólinn í Húsdýragarðinum 5. apríl 2015.

    Börn og fullorðnir skemmtu sér konunglega.

    Ein af skemmtilegustu upplifunum páskadags var sunnudagaskólinn í Húsdýragarðinum. Skemmtunin hófst með því að selunum fjórum var gefið og svo var haldið í tjaldið í garðinum þar sem við tók söngur, sögur og bænir undir handleiðslu presta og sunnudagaskólakennara úr Laugardalnum að viðbættum Þorvaldi Halldórssyni sem lék undir. Börn og fullorðnir skemmtu sér konunglega.

    Ps. Rúv mætti á staðinn.

  • Stríð 0 – friður 1

    Kristín í prédikun að morgni páskadags:

    Þetta er það fallega og öfugsnúna við upprisuna, sem snýr ríkjandi gildismati á hvolf. Við lifum nefnilega í menningu sem er með þráhyggju á háu stigi fyrir hinu sterka, því að ná árangri, skara fram úr, vera best og mest. En Jesús tekur ekki þátt í því, heldur býður fram leið friðarins.

  • Gleðidagur 30: Sinnum þrjátíu

    Á þrítugasta gleðidegi bjóðum við þrjátíu sinnum gleðilega páska.

    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska 🙂
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska 🙂
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Fastan eru 40 dagar en páskarnir eru 50

    Hvernig segjum við gleðilega páska í fimmtíu daga? Með því að segja það upphátt? Aftur og aftur og aftur og aftur? Það er ein leið. Svo þurfum við líka að segja það með lífinu okkar. Viljið þið vita hvernig?

    Fastan er 40 dagar en páskarnir eru 50, Hjallakirkju 18/5/2014