Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Velkominn

    Morgunbæn á Rás 1, fimmtudaginn 15. janúar.

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég vona að nóttin hafi verið þér góð og að þú hafir vaknað vel í dag.

    Hvað leitar á hugann á morgnana? Eru það verkefni dagsins? Væntingarnar til hans? Hvað vilt þú að komi út úr þessum degi? Hvað langar þig að upplifa í dag? Hvernig vilt þú mæta öðrum og hvernig viltu að aðrir mæti þér?

    Mig langar að lesa fyrir þig söguna af því þegar Jesús mætti tveimur bræðum í fyrsta sinn. Það eru þeir Pétur og Andrés sem hann hitti við Galíleuvatn:

    Jesús gekk með fram Galíleuvatni og sá tvo bræður, Símon, sem kallaður var Pétur, og Andrés, bróður hans, vera að kasta neti í vatnið en þeir voru fiskimenn. Hann sagði við þá: “Komið og fylgið mér og mun ég láta ykkur menn veiða.” Og þegar í stað yfirgáfu þeir netin og fylgdu honum. Matt 4.18-25

    Hann bað þá að fylgja sér. Bauð þá velkomna í hópinn og fól þeim verkefni. Eins biður hann okkur að fylgja sér. Og felur okkur verkefni. Hvert er verkefnið? Að gera heiminn örlítið betri í dag en hann var í gær, með nærveru, með tengslum við annað fólk. Með því að vera við. Eins og við erum. Ein leið til þess er að brosa til fólksins sem þú mætir í dag, hvort sem þú þekkir þau eða ekki.

    Í dag óska ég þér þess að þú finnir þig velkominn hvarvetna sem þú kemur. Í dag óska ég þér þess að þú látir aðra finna sig velkomna þegar þeir koma til þín.

    Við skulum biðja saman:
    
Góði Guð,
    hjálpaðu mér að skilja hvernig annað fólk er
    bara alveg eins og ég
    og bera virðingu fyrir því.
    Hjálpaðu mér að skilja hvernig annað fólk
    er öðruvísi en ég
    og bera virðingu fyrir því.

    Við skulum fara saman með bænina sem Jesús kenndi okkur:

    Faðir vor, þú sem ert á himnum.
    Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
    verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
    Gef oss í dag vort daglegt brauð.
    Fyrirgef oss vorar skuldir,
    svo sem vér og fyrirgefum
    vorum skuldunautum.
    Og eigi leið þú oss í freistni,
    heldur frelsa oss frá illu.
    Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin
    að eilífu.
    Amen.

    Nú höldum við út í daginn, megi æðruleysi, kjarkur og vit, leiðbeina þér í önnum og áskorunum.

  • Saltið og síðasti söludagurinn

    Morgunbæn á Rás 1, miðvikudaginn 14. janúar.

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég vona að þú hafir átt góða nótt og vaknað endurnærður.

    Um daginn sótt ég nokkur krydd til að nota í uppáhaldsrétt. Þau eru ekki notuð á hverjum degi og þegar ég kíkti á baukana, þar sem síðasti söludagur er skráður, kom þetta í ljós: (more…)

  • Þegar okkur fallast hendur

    Morgunbæn á Rás 1, þriðjudaginn 13. febrúar 2015.

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég vona að þú hafir hvílst vel í nótt og að svefninn hafi verið endurnærandi og góður. Framundan er dagur sem líkast til er fullur af verkefnum eins og aðrir dagar. Kannski eru þau spennandi og vekja með þér tilhlökkun. Kannski eru þau erfið og vekja með þér ugg.

    Mig langar að lesa fyrir þig texta um Elía spámann. Hann átti fyrir höndum langa leið og honum féllust hendur. (more…)

  • Dagur vonar og væntinga

    Morgunbæn á Rás 1, mánudaginn 12. janúar 2015.

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég heilsa þér í upphafi vinnuvikunnar og vona að nóttin hafi verið þér góð.

    Máltækið segir okkur að mánudagar séu til mæðu en kannski eru þeir fyrst og fremst dagar vonar og væntinga. Það er gott að ganga til móts við nýja viku með von í hjarta og væntingar um það góða sem dagarnir geta falið í sér. Það eflir okkur til góðra verka. Þannig líkjumst við líka börnunum sem eru jafnan opin gagnvart heiminum og mannfólkinu. (more…)