Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Beyonce, Sia og Sam Stone í Bústaðakirkju

    Hljómsveit úr Tónlistarskóla Árbæjar syngur í fjölskyldumessu í Bústaðakirkju

    Í æskulýðsmessu gærdagsins í Bústaðakirkju komu margir góðir gestir. Í hópi þeirra var hljómsveit skipuðu krökkum sem eru í Tónlistarskóla Árbæjar. Þau sungu þrjú popplög eftir Beyonce, Siu og Sam Stone og gerðu það virkilega vel. Það er gaman að þjóna í kirkjunni þegar maður hefur fólk með sér og það var svo sannarlega raunin í gær.

    Fleiri myndir.

  • Risaeðla í kirkjunni

    Það er gaman í kirkjunni. Í gær rakst ég á litla risaeðlu sem skreið um kirkjugólfið.

    The church is not a dinosaur, but sometimes you can find a dinosaur crawling in the church.

    A photo posted by arnisvanur (@arnisvanur) on

  • Tannleysi og talentur

    Árni:

    „Kóngurinn í sælgætislandi var tannlaus. Hann hafði etið of mikið nammi og nú kom það í bakið á honum. Hann þurfti nefnilega tennur til að njóta alvöru matar. Við þurfum líka að hafa „tennur“ til að njóta Biblíunnar. Því textana þarf að tyggja og melta og helst borða hægt.“

    Tannleysi og talentur, prédikun í Bústaðakirkju, á fyrsta sunnudegi í níuviknaföstu.

  • Bíó- og Biblíuvika í Bústaðakirkju

    Bíó- og Biblíuvika

    Í næstu viku bjóðum við til skemmtilegrar bíó- og Biblíudagskrár í Bústaðakirkju. Dagskráin hefst með fræðsluerindi um Biblíuna í samtímanum, við sýnum því næst þrjár kvikmyndir sem allar má skoða í ljósi Biblíunnar og endum svo á bíómessu þar sem fókusinn verður settur á Guð á hvíta tjaldinu. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

    Nánar má lesa um dagskrána á vef Bústaðakirkju.

  • Óskir eftir áramót

    Árni:

    Á þessu ári óska ég þér þess að þú knúsir alltof mikið, brosir alltof mikið og elskir þegar þú átt þess kost.

    Prédikun í Bústaðakirkju, 4. janúar 2015.

  • Ert þú Walter Mitty?

    Afi las ástarsögur.

    Hann var smiður og vann alla ævina með höndunum sínum og var sterkur kall og duglegur. Naut þess að vera úti við og ferðast. En hann las ekki bara Íslendingasögur eða dæmigerðar karlabókmenntir heldur las hann líka ástarsögur. Ég man eftir því að mamma sagði mér frá þessu eftir að hann dó og mér fannst það svolítið flott.

    Það gerði hann sérstakan.

    Ég ætla að tala um ástarsögur við ykkur í dag. Við hjónin skelltum okkur nefnilega í bíó og sáum hina myndina sem allir eru að tala um þessa dagana – þ.e.a.s. ekki Hobbitann heldur söguna um Íslandsvininn Walter Mitty. Það er eitthvað heillandi við þessa bíómynd og janúar er góður bíómánuður þegar við lyftum okkur upp með ljósinu á hvíta tjaldinu í skammdegismyrkrinu. (more…)