Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Ást verður sorg verður ást

    Árni:

    Sorgin er eins og köttur því hún er sjálfstæð. Við eigum hana ekki þótt hún sé hluti af okkur. Við stjórnum henni ekki og getum ekki kallað hana fram þótt við finnum hana stundum nálgast. Smátt og smátt lærum við samt að þekkja aðstæðurnar þegar sorgin hellist yfir okkur.

    Ást verður sorg verður ást, prédikun í Laugarneskirkju 2. nóvember 2014.

  • Er ég ókei?

    Kristín:

    Tímamótin eru mörg og misjöfn. Hvernig höndlum við að verða fullorðin, miðaldra, öldruð? Fyllir það okkur drambi og fullvissu um að við séum réttlát en allir hinir ómögulegir? Eða tekur það frá okkur allt sjálfstraust og sjálfsvirðingu? Þegar upp er staðið finnum við sátt með því að sleppa samanburði og hætta að reyna að vera eitthvað sem við erum ekki. Vegna þess við erum nógu góð.

    Er ég okei?, prédikun í Garðakirkju 31. ágúst 2014

  • Kærleikur í búningsklefanum

    Árni:

    Vinur minn var staddur í sundlaug á dögunum. Hann synti og fór svo aðeins í pottinn og lét líða úr sér. Svo fór hann upp úr og þar sem hann stendur í búningsklefanum sér hann útundan sér tvo menn. Þetta voru stórir og vígalegir menn sem litu svona svolítið „mótorhjólatöffarahandrukkaralega“ út eins og hann orðaði það. Þeir voru að tala saman með talanda sem maður tengir við töffaraskap. Hann hugsaði svosem ekkert meira um það en þessi upplifun af gaurunum tveimur skapaði ákveðnar væntingar hjá honum.

    Kærleikur í búningsklefanum, prédikun í Hóladómkirkju 3. ágúst 2014.

  • Eins og stelpa

    „Við erum stelpur og við getum allt sem við viljum gera,“ sungu stelpurnar í Hneta mínus einn. Þær hafa rétt fyrir sér. Textann þeirra má reyndar yfirfæra á stráka líka því þeir eiga ekki frekar en stelpurnar að þurfa að beygja sig undir staðalmyndir. Það á að vera hrós að segja við einhvern:

    „Þú kastar eins og stelpa.“

    Og það á líka að vera hrós að segja:

    „Þú kastar eins og strákur.“

    Eins og stelpa, útvarpsprédikun, 13. júlí 2014

  • Fastan eru 40 dagar en páskarnir eru 50

    Hvernig segjum við gleðilega páska í fimmtíu daga? Með því að segja það upphátt? Aftur og aftur og aftur og aftur? Það er ein leið. Svo þurfum við líka að segja það með lífinu okkar. Viljið þið vita hvernig?

    Fastan er 40 dagar en páskarnir eru 50, Hjallakirkju 18/5/2014

  • Blað, skæri, steinn

    Við erum kölluð til að vera fólk sem elskar og gleðst og horfir á Jesú, sem er hirðirinn okkar og gengur á undan.

    Blað, skæri, steinn, Vídalínskirkju 18/5/2014

  • Snertu mig

    Svo mikið af mannlegri reynslu verður til í gegnum snertingu. Við þurfum á því að halda að snerta og vera snert, frá því við drögum andann í fyrsta sinn og þangað til við sleppum honum á dauðastundinni. Í gegnum lífið allt þjónum við og elskum með snertingu og við þiggjum snertingu í staðinn. Snertu mig, Vídalínskirkju 27/4/2014

  • Páskafólk

    Við getum verið á þeim stað í lífinu að við kunnum betur við okkur í föstunni, sem beinir sjónum að baráttu og mótlæti lífsins. Hin skjótu umskipti frá föstudeginum langa til páskadags, frá dauða til lífs, geta verið yfirþyrmandi og ruglandi. Þá er gott að fá að taka á móti fyrirheiti páskanna í litlum skrefum, eins og dagsbirtunni á vormánuðum, sem eykst og eykst. Páskarnir eru loforðið um að Guð sem var farinn, tekur sér stöðu með manneskjunni og stígur með henni inn í ljósið. Fáum okkur morgunmat

  • Fjögur ráð til að endurræsa hjartað og ná tökum á lífinu

    Hvað eru margir hér inni sem eiga tölvu? Svona gamaldags borðtölvu eða fartölvu, ekki spjald eða snjallsíma.

    Hvað eru mörg ykkar sem hafa þurft að endurræsa tölvuna, af því að hún var orðin of hæg eða virkaði ekki alveg nógu vel?

    Allt í lagi.

    Ég las bók fyrr í vetur sem fjallaði um hreyfingu. Þar var sagt frá því hvernig það er ekki bara nauðsynlegt að endurræsa tölvurnar, það þarf líka að endurræsa líkamann. Höfundarnir tveir nefndu fjórar æfingar sem við getum gert á hverjum degi – tekur um það bil 3 mínútur – sem miða að þessu. (more…)

  • Væn, græn og kæn

    Hefur þú heyrt um hvernig úlfarnir í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum breyttu ekki bara lífríkinu þar heldur líka landslagi og árfarvegi?

    Árið 1995 höfðu úlfar verið útdauðir og víðs fjarri þessum víðlenda þjóðgarði í 70 ár. Þá var tekin ákvörðun um að flytja litla úlfahjörð inn á svæðið til að auðga dýralífið. Engan grunaði hvað áhrifin af þeirri aðgerð áttu eftir að ná langt.

    Það sem hafði gerst í fjarveru úlfanna, var að dádýrum hafði fjölgað upp úr öllu valdi vegna þess að enginn náttúrulegur óvinur var fyrir hendi. Þrátt fyrir reglulega grisjun, af manna völdum, hafði aldrei náðst að halda stofninum í skefjum. Allur þessi fjöldi af dýrum þurfti sitt að éta og gekk mjög nærri gróðri á öllu svæðinu, þannig að stórsá á. (more…)