Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Hér er kall, um köllun frá konum til kalla

    Árni:

    Ung kona leggst til svefns eftir annasaman dag. Hún býr ein í íbúð í stórborginni. Henni finnst það gott. Hún er rétt að festa blund þetta kvöld þegar hún heyrir þrusk. Það er eins og eitthvað hafi verið að detta. Eitthvað þungt. Hún spennist upp. Hvað er í gangi? Skyndilega kviknar eldur og rödd heyrist úr eldinum miðjum.

    Dogma eftir Kevin Smith, Star Trek, Sakkeus og Marteinn Lúther komu við sögu í sunnudagsprédikuninni í Bústaðakirkju.

  • Tíu ráð til að verða barnslegri og nálgast þannig guðsríkið

    Árni:

    Kjarninn í þeim er kannski tvíþættur. Tvöfalda barnsboðorðið:

    Þú skalt vernda börnin og setja þau í forgang, því að þau skipta öllu máli. Þeirra er líka Guðs ríkið. Og annað er þessu líkt: Þú skalt vernda barnið sem býr innra með þér. Því að lykillinn að góðu lífi og að Guðs ríki er að vera í góðum tengslum við sitt innra barn.

    Prédikun í Bústaðakirkju á fyrsta sunnudegi eftir þrettánda.

  • Frelsi til að leika sér

    Kristín:

    Höfum við ekki oft heyrt um gildi þess að varðveita barnið í sér? Er ekki barnið í því hlutverki að sprengja ramma hins fyrirsjáanlega og leiða hið óvænta inn á sviðið? Er Jesús að beina okkur inn á svið leiksins og uppgötvunarinnar með því að benda á börnin sem fyrirmynd?

    Prédikun í Laugarneskirkju á fyrsta sunnudegi eftir þrettánda.

  • Óskir eftir áramót

    Árni:

    Á þessu ári óska ég þér þess að þú knúsir alltof mikið, brosir alltof mikið og elskir þegar þú átt þess kost.

    Prédikun í Bústaðakirkju, 4. janúar 2015.

  • Fíkjutréð og fyrirgefningin

    Kristín:

    Og kannski er rúsínan í pylsuendanum sú að fólk sem nær árangri dvelur ekki við hið liðna, það fyrirgefur sér og öðrum. Þetta er eitthvað sem æfa þarf upp, það virðist koma flestum okkar náttúrulega að ala á beiskju og biturð, ekki síst í eigin garð. Hætta því, tala við sig sjálf á jákvæðan hátt, ekki refsa þér fyrir mistök heldur halda áfram og gera þitt besta.

    Við aftansöng á gamlársdegi í Laugarneskirkju.

  • Jólin fyrir byrjendur (og lengra komna)

    Árni:

    Við getum sagt þetta:

    Jesús er sjálfa – hann er selfie Guðs.
    Af því að Jesús – sem er Guð – birtir líka Guð.
    Það er vegna Jesú sem við þekkjum Guð og getum séð Guð.

    Hann er samt ekki snapp.
    Sendur og birtist í stutta stund og hverfur svo
    Hann er ekki instagrammmynd í lágskerpu.
    Hann er ekki status á fésinu – þótt hann sé kallaður Orðið í Jóhannesarguðspjalli

    Jólin fyrir byrjendur (og lengra komna), prédikun í hátíðarmessu á jóladegi í Laugarneskirkju, 25/12/2014.

  • Vonin á flóttamannsveginum

    Kristín:

    Árið í ár var vont ár fyrir börn í heiminum, hörmulegar fréttir af fjöldamorðum í pakistönskum skóla í síðustu viku hnikkja bara á menningu þar sem börn eru ekki örugg. Börn og fjölskyldur þeirra hrekjast að heiman af mörgum ástæðum, einni þeirra kynnumst við í jólaguðspjallinu þar sem Jesúbarnið er á hrakningum í ókunnugri borg.

    Vonin á flóttamannsveginum, prédikun við aftansöng í Laugarneskirkju, 24/12/2014.

  • Þorlákur, jólin og hið heilaga

    Kristín:

    Ég held að við séum svolítið að sveiflast til baka frá því – af því að það þarf að vera jafnvægi á öllu. Við finnum að það getur verið gott að hvíla í því sem við getum gert með kroppnum okkar, höndum, fótum, augum og heyrum. Við finnum að Guð getur mótað okkur og haft áhrif á okkur í gegnum áþreifanlega hluti, hið heilaga mætir okkur í öðru fólki, í byggingum, í myndlist og tónlist. Allt sem lyftir andanum kennir okkur um hið heilaga og gerir okkur að þátttakanda í því.

    Prédikun í Laugarneskirkju á fjórða sunnudegi í aðventu, 21. desember 2014.

  • Fimmtán sekúndur um forgangsröðun

    Guðspjall þessa sunnudags í kirkjunni fjallar um forgangsröðun. Hér er fimmtán sekúndna prédikun.

  • Átta þúsund blöðrur og bænir

    Árni:

    Hvað segir það um þjóð að hún setji minnisvarða um sársaukann í sinni eigin sögu á besta stað í höfuðborginni? Hvernig var hægt að endurreisa Berlínarmúrinn og brjóta hann svo niður á þremur dögum?

    Prédikunin mín í Seltjarnarneskirkju í gær fjallaði um þetta.