Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Gleðidagur 32: Og svo er útsýnið frábært

    Fjallgöngur eru uppáhaldsiðja á sumrin. Í nágrenni Reykjavíkur má finna fjölda fjalla við allra hæfi. Eitt þeirra eru Móskarðahnúkarnir sem eru líklega uppáhaldsfjallið okkar. Þangað er gaman að ganga á vor- og sumardögum þegar bjart er í veðri. Njóta litadýrðarinnar og kyrrðarinnar, komast í tengsl við náttúruna og okkur sjálf. Svo er útsýnið líka frábært.

    Á þrítugasta og öðrum gleðidegi skellum við okkur í fjallgöngu.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 31: Göngum saman

    Á þrítugasta og fyrsta gleðidegi viljum við deila með ykkur þessu myndbandi eftir Daniel Koren. Göngukeppnin í huga hans verður tilefni til umhugsunar um það hvernig og hvers vegna við göngum – eða göngum ekki – saman í lífinu. Um leið leitar á hugann spurningin um gæði þess að ganga gegnum lífið með öðru fólki.

    Stuttmyndin hans Daniels er falleg íhugun um þau öll sem Jesús kallaði náunga og góð hvatning til okkar á gleðidögum.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 30: Sinnum þrjátíu

    Á þrítugasta gleðidegi bjóðum við þrjátíu sinnum gleðilega páska.

    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska 🙂
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska 🙂
    Gleðilega páska
    Gleðilega páska

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 29: Sjö hamingjuráð

    Í gær var TEDx Reykjavík haldið í Hörpu. Á tuttugasta og níunda gleðidegi viljum við deila með ykkur persónulegum hamingjuráðum Stefan Sagmeister sem hann sagði frá á TED ráðstefnu í Cannes árið 2010. Það má læra af þeim.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 28: Og svo rúlla

    Árni fór í blöðrubolta í gær með ketilbjölluvinum sínum. Þetta er eins og hefðbundinn fótbolti nema hvað keppendur eru inni í flennistórum plastkúlum. Ein afleiðing þess er að leikurinn snýst ekki síður um að rekast í aðra og rúlla sér – sem er reyndar ferlega gaman.

    Á tuttugasta og áttunda gleðidegi rúllum við okkur og fögnum öllum fullorðnum sem gefa sér tíma til að leika eins og börnin, til dæmis inni í blöðrubolta.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 27: Í skólanum

    Í gær var verkfall en í dag streyma börnin í skólann. Á tuttugasta og sjöunda gleðidegi syngjum við því með krökkunum:

    Í skólanum, í skólanum
    er skemmtilegt að vera.
    Við lærum þar að lesa strax
    og leirinn hnoðum eins og vax.
    Í skólanum, í skólanum
    er skemmtilegt að vera.

    Um leið og við fögnum skóladeginum vonumst við til að samningar náist í deilu grunnskólakennara og viðsemjenda. Grunnskólakennararnir gegna nefnilega svo mikilvægu starfi.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 26: Rigning er góð

    Við erum ekki alltaf glöð þegar það rignir á sumrin á Íslandi, en rigningin er nú samt góð fyrir gróðurinn. Á tuttugasta og sjötta gleðidegi skulum við því þakka fyrir og gleðjast yfir rigningunni.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 25: Sautján nýir sálmar

    Síðasta haust kom út sálmahefti með um það bil eitt hundrað og sextíu nýjum sálmum til að syngja í kirkjunni. Sálmabókarnefnd hefur unnið að því að gera sálmana aðgengilega á vefnum og nú er texti þeirra allra í Sálmabókinni á Trú.is. Nefndin hefur líka sett sér það markmið að hægt sé að hlusta á alla sálmana á vefnum. Kristín hefur haft umsjón með því og hún hefur farið milli kirkna með upptökutæki. Afraksturinn eru sautján sálmar sem er hægt að spila á Trú.is:

    Þegar gleðidagarnir eru hálfnaðir skulum við syngja saman.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 24: Í upphafi

    Íslandsvinurinn Russel Crowe leikur Nóa í samnefndri kvikmynd sem Darren Aronofsky leikstýrði og tók upp að hluta til á Íslandi. Eitt magnaðasta atriðið í myndinni er frásögn í máli og myndum af sköpun heimsins. Hún byggir á sköpunarsögunni (og sögunni af fallinu) í fyrstu köflum fyrstu Mósebókar og það er hægt að sjá hana á YouTube.

    Á tuttugasta og fjórða gleðidegi fögnum við sköpuninni sem springur út þessa dagana og þökkum fyrir frásagnameistara eins og Aronofsky sem færa þekktar sögur í nýjan búning.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 23: Mömmur!

    Mömmur eru magnaðar.

    Mamma Árna hét Guðrún og lést árið 2000 þegar hún var 49 ára. Við söknum hennar á hverjum degi og finnum sorgina yfir því að barnabörnin hennar fá aldrei að kynnast henni.

    Mamma Kristínar heitir Unnur og er í fullu fjöri. Við erum endalaust þakklát fyrir að hafa hana í lífinu okkar og barna okkar.

    Svo er ein frábær stuðningsmamma sem leikur stórt hlutverk í lífi Tómasar Viktors – það er Gunnfríður sem er klettur í lífi hans.

    Við hugsum líka í dag hvað mömmu-hlutverkið kemur til okkar í ólíkum myndum og með ólíkum hætti. Það er hægt að vera kynmóðir, stjúpmóðir, kjörmóðir, stuðningsmóðir. Málið er ekki hvaða forskeyti er fyrir framan mömmuhlutverkið. Málið eru tengslin sem verða til í mömmusambandinu við barnið.

    Tuttugasti og þriðji gleðidagur er líka annar mæðradagur. Þess vegna gleðjumst við og þökkum fyrir allar mömmurnar í lífinu okkar.

    Áfram mömmur!

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.