Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Föstudagsdans

    Guðrún Ögmundsdóttir, formaður landsnefndar UN Women á Íslandi:

    Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár ætlum við að dansa af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama […]

    Byltingin hefst klukkan 12, föstudaginn 13. febrúar, í Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akureyri, í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, íþróttahúsinu í Neskaupstað, Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætum, dönsum og krefjumst þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt.

    Í fyrra dönsuðu þrjú þúsund gegn ofbeldi, vöktu athygli á vandanum og sýndu samstöðu. Í ár skulum við vera fjögur þúsund hið minnsta.

  • Ekki grafa talentuna

    Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur:

    Við gröfum okkar talentu eða trúna líka í jörðu, ef við geymum orð Guðs innan veggja kirkjunnar og gleymum því þar. Við erum öll flytjendur fyrirgefningar orðs Krist og eigum að láta orð hans hugga og styrkja okkur og aðra.

    Köllun kirkjunnar í samfélaginu og almennur prestsdómur í guðfræðilegri hnotskurn. Með guðfræðilegu orðfæri.

    Á mannamáli:

    Kirkjan á að vera sýnileg í samfélaginu og virk í umræðunni um málefni dagsins. Við eigum öll að sinna öðrum og biðja fyrir þeim, ekki bara þau sem fá borgað fyrir það.

  • Umönnun er ekki tæknilegt úrlausnarefni

    Guðmundur Andri Thorsson:

    Engu er líkara en að forsvarsmenn Strætó hafi litið á þetta eingöngu sem tæknilegt úrlausnarefni fremur en þátt í umönnunarstörfum þar sem reynir á hæfni í mannlegum samskiptum við ólíkt fólk með ólíkar þarfir; fólk sem á það sameiginlegt að eiga vegna fötlunar erfitt með að fara ferða sinna en er að öðru leyti ýmislegt og alls konar.

    Hann hittir naglann á höfuðið, eins og svo oft áður. Nú er að sjá hvað bráðabirgðastjórnin sem var sett í málið gerir.

  • Biblíublogg 8: Ég stend með þér

    Í tuttugasta og fimmta kafla Matteusarguðspjalls eru talin upp verk sem eiga að móta viðhorf okkar til náungans. Þau útskýra hvað náungakærleikur merkir.

    Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín. (Matt 25.35-36)

    Þessi verk hafa í trúarhefðinni verið nefnd miskunnarverk og þau standa fyrir ábyrga afstöðu til náungans og mynda grundvöll samhjálpar og velferðar.

    Fyrir nokkrum árum var leitað til almennings að svari við spurningunni hver eru miskunnarverk samtímans. Niðurstaðan var þessi: Þú ert í hópnum, ég stend með þér, ég tala vel um þig, ég geng með þér dálítinn spöl, ég deili með þér, ég heimsæki þig, ég bið fyrir þér.

    Hvort tveggja, hin klassísku miskunnarverk og hin könnuðu miskunnarverk eru gagnleg þegar kemur að því að skilja hvað náungakærleikur og umhyggja merkir fyrir okkur sem tilheyrum hinni kristnu kirkju.

  • Gnarr og gott með góðu

    Jón Gnarr:

    Ég reyni að launa gott með góðu og illt reyni ég líka að launa með góðu til að efla hið góða. […]

    Það verður tilgangslaust að dæma aðra. Fólk hættir að fara í taugarnar á manni og maður á engan óvin í nokkurri manneskju því um leið og maður elskar sjálfan sig þá elskar maður aðra því allir aðrir eru hluti af manni sjálfum.

    Sammála. Það er tilgangslaust að búa sér til óvini. Samt er fólk alltaf að því.

  • Hagsmunamál, ekki hagsmunapot

    Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í guðfræði:

    Á meðan mýtan segir að karlar eigi erfitt með að fá prestsembætti segir raunveruleikinn okkur hið gagnstæða. Ég held að það verði engin breyting hér á fyrr en fólkið í kirkjunni okkar kemst að þeirri niðurstöðu að það sé hagur kirkjunnar að hæfar konur og hæfir karlar gegni til jafns störfum og ábyrgðarstöðum innan kirkjunnar.

    Þetta er mergurinn málsins: jafnrétti er hagsmunamál, ekki hagsmunapot.

  • Mamman og öldrunarlæknirinn

    Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju:

    Ég fylgdi tæplega áttræðri móður minni til öldrunarlæknis á dögunum. Ástæða heimsóknarinnar var sem sagt öldrun. Tíminn hefur ákveðna fordóma gagnvart fullorðnu fólki hann nennir ekki að vinna með því þegar það hefur lokið ákveðnum skyldum við samfélagið.

    Þetta er fordómaleysandi pistill.

  • Hrafninn hugsar

    Hrafninn

    Þessi íhuguli hrafn sat á trjágrein í dag. Kannski var hann að leita sér að æti, kannski að upphugsa snjallt krunk til að deila með félögunum.

  • Önnur hlið á því þegar Stephen Fry hittir Guð

    Giles Fraser:

    This is why the Jesus story is, for me, the most theologically revolutionary story that there can be. Because it imagines God and power separated. God as a baby. God poor. God helpless on a cross. God with a mocking and ironic crown of thorns. In these scenes it is Caesar who has the power. And so the question posed is: which one will you follow when push comes to shove? You can follow what is right and get strung up for it. Or you can cosy up to power and do as you are told. By saying that he will stare ultimate power in the face and, without fear, call it by its real name, Fry has indicated he is on the side of the angels (even though he does not believe in them). Indeed, Fry is following in a long tradition of religious polemic, from Job to Blake and beyond.

    Lykilspurningin er nefnilega sú hvaða mynd þú hefur af Guði. Hvort kemur á undan? Valdið eða kærleikurinn? Er Guð vald eða er Guð kærleikur?

  • Ekki skrumskæla, afbaka eða rangtúlka

    Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju:

    Að mínu mati sýnum við þó skoðunum annarra virðingu fyrst og fremst með því að gera fólki ekki upp skoðanir eða skrumskæla, afbaka og rangtúlka það sem því finnst.

    Nákvæmlega.