Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Sá Golíat Davíð?

    Malcom Gladwell:

    Well, it turns out that there’s been a great deal of speculation within the medical community over the years about whether there is something fundamentally wrong with Goliath, an attempt to make sense of all of those apparent anomalies.

    Ein tilgátan sem Gladwell nefnir er að Golíat hafi þjáðst af því sem er kallað acromegaly, einn fylgikvilli þess sjúkdóms er döpur sjón. Það getur því vel hugsast að Golíat hafi ekki séð Davíð.

  • Vinstri, kristni, hræsni

    Giles Fraser:

    Hypocrisy is an accusation often levelled at two groups in particular: lefties and the religious. And the thing that both these groups have in common is that they both want to employ a moral vision to redesign the world. Which opens the possibility of professing a position that one fails fully to live up to – ie hypocrisy. Indeed, unless one is a saint, I cannot see how it is possible to be a Christian and not a hypocrite. To my mind, this hypocrisy is a near inevitable consequence of taking any sort of moral stand.

    Fraser fléttar saman kristni, vinstriáherslur í pólitík og hræsni um leið og hann minnir á að við eigum að taka afstöðu og gera kröfur, til okkar sjálfra og annarra, jafnvel þótt við getum ekki alltaf risið undir þeim.

  • Biblíublogg 23: Næturgalinn

    Tuttugasti og þriðji Davíðssálmur er einn þekktasti sálmur Saltarans. Gunnlaugur A. Jónsson kallar hann næturgalann meðal sálmanna í nýrri bók sinni um Áhrifasögu Saltarans. Í tuttugasta og þriðja Biblíublogginu langar okkur að deila honum með ykkur.

    Drottinn er minn hirðir,
    mig mun ekkert bresta.
    Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
    leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.
    Hann hressir sál mína,
    leiðir mig um rétta vegu
    fyrir sakir nafns síns.
    Þótt ég fari um dimman dal
    óttast ég ekkert illt
    því að þú ert hjá mér,
    sproti þinn og stafur hugga mig.
    Þú býrð mér borð
    frammi fyrir fjendum mínum,
    þú smyrð höfuð mitt með olíu,
    bikar minn er barmafullur.
    Gæfa og náð fylgja mér
    alla ævidaga mína
    og í húsi Drottins
    bý ég langa ævi.

  • Lækin og lífið

    Lífið er læk var yfirskrift morgunverðarfundar Advania í síðustu viku. Þar fluttu þrír fyrirlesarar vekjandi erindi um notkun unglinga á samfélagsmiðlum, hvernig á að nálgast þetta viðfangsefni, hvar ber að varast og hvað er til eftirbreytni. Erindi voru tekin upp og hægt er að horfa á þau á vef Advania.

    Flott framtak.

  • Mótmæli í þremur liðum

    Bjarni Karlsson, prestur:

    Jón Gnarr er í mínum huga hellings mikill frelsari sem í argasta gríni og fúlustu alvöru hefur opnað augu margra fyrir því að það er í lagi að vera alls konar og að við græðum öll á fjölbreytileikanum. Þess vegna langar mig að mótmæla aðalatriðinu í grein hans „Guð er ekki til“ sem birtist hér á þessum vettvangi sl. laugardag.

    Mótmælendaprestur mótmælir fullyrðingum um trú og vísindi, heilbrigði og tjáningarfrelsi í stuttum pistli.

  • Trú er hluti af sjálfsmynd fólks

    Við vorum gestir Frosta og Mána í Harmageddon í morgun og spjölluðum við þá félaga um það hvernig trúin er hluti af sjálfsmynd fólks. Tilefnið var greinin okkar í Fréttablaðinu í gær.

  • Mótun til mannúðar

    Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum:

    Það skiptir máli að við mótumst til mannúðar í bernsku okkar og æsku,

    • að við mótumst til að vera þátttakendur í baráttu þeirra, sem eiga á brattann að sækja,
    • að við mótumst til að standa með þeim sem verða fyrir einelti í stað þess að leggja aðra í einelti,
    • að við mótumst til þess að láta okkur þykja vænt um fólk í stað þess að líta á aðra sem óvini okkar,
    • að við lærum að vera frjáls í stað þess að ánetjast því sem vont er og gæti fjötrað okkur þeim fjötrum sem við losnum kannski aldrei úr.

    Mótun til mannúðar, það er gott leiðarhnoð í uppeldinu.

  • Skynsemisandóf eða trúarleg nauðsyn?

    Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju:

    Að hafna einfeldningslegum hugmyndum um Guð er ekki andóf gegn trú heldur skynsamleg og trúarleg nauðsyn. En að halda að Guð sé ekki til vegna þess að maður finnur ekki Guð er ámóta óskynsamleg og niðurstaða geimfarans sem sá ekki Guð í geimferð og dró þá ályktun að Guð væri ekki til.

    Nákvæmlega.

  • Vísindin, skynsemin og Guð

    Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Neskirkju:

    Vísindin eru ekki í andstöðu við Guð, hann er þar að finna. Skynsemin er ekki í andstöðu við Guð, hún er okkur af Guði gefin. Þó skynsemi og vísindi séu gagnleg verkfæri til að lýsa og greina eru þau ekki upphaf og endir mannlegrar tilveru. Djúpt í sálu hvers manns býr þráin eftir tilgangi, elsku og samfélagi og öll erum við leitandi á þeirri vegferð.

    Vel orðað.

  • Það sem skiptir máli er að bjarga fólki í neyð

    Toshiki Toma, prestur innflytjenda:

    Ég veit að endurskoðun Dyflinnarsamstarfs Íslands við ESB er komin á borð alþingismanna. Af því tilefni, vil ég skora á þá sem geta breytt kerfinu, að einblína á að styrkja flóttamannastefnu landsins og beina sjónum að því sem skiptir máli, þ.e. að bjarga fólki í neyð og virða alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sínar, en ekki að fylgja Dyflinnarreglugerðum í blindni.

    Toshiki er starfsmaður á plani. Hann veit hvað hann er að tala um.