Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Tuttugasti og annar er vatnsdagur

    22. mars er vatnsdagur

    Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þá er gott að rifja upp grundvallaratriði eins og þetta:

    Kirkjan stendur föstum fótum í grundvallarskilningi sínum á því að vatnið sem grunnefni lífs og Guðs gjöf til allra, eigi aldrei að lúta markaðslögmálum eða gróðasjónarmiðum sem koma niður á almannahagsmunum. Hún leitar í sína eigin hefð að myndmáli og áherslum sem undirstrika samábyrgð okkar gagnvart hvert öðru og umhverfinu sem við tilheyrum. Þannig eru áþreifanleg vatnsmál tjáð með hugtökum guðfræðinnar og orðfæri trúarinnar.

  • Tuttugasti og fyrsti þriðji er Downsdagur

    Síðasta kvöldmáltíðin - Mamedov

    Tuttugasti og fyrsti þriðji er alþjóðlegur dagur þrístæðu tuttugu og eitt, dagur Downs heilkennisins. Í tilefni dagsins langar okkur að deila með ykkur þessari fallegu mynd af síðustu kvöldmáltíðinni. Listamaðurinn heitir Raoef Mamedow og er frá Azerbaidjan. Hann hefur gert fleiri svona trúarmyndir.

  • Núna eða nauðsynlegt

    https://twitter.com/HenriNouwen/status/230384864438919168

    Henry Nouwen var spakur.

  • Góð fasta

    Justin Welby, erkibiskup af Kantaraborg, tók þátt í samtali um það hvað væri góð fasta í samtímanum. Það er á netinu.

  • Trúarjátning dagsins

    Játning kvennanna:

    Ég trúi á Jesú sem líkti Guði við konu sem hafði tapað peningi og hreinsaði húsið allt í leit að honum.

    Ég trúi á Jesú sem sá í meðgöngu og fæðingu líkingu fyrir breytingu, nýja fæðingu frá sársauka til gleði.

    Góðan og gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna.

  • Magnaðir unglingar mæla með trúfrelsi

    Það var ótrúlega gaman að ganga með Breytendum á Adrenalíni til að mæla með trúfrelsi á Íslandi. Við gengum frá Frú Laugu í Laugarneskirkju. Þar kynnti einn Breytandinn starfið stuttlega og svo tóku fulltrúar trúar- og lífsskoðanafélaga til máls. Inn á milli ávarpanna var flutt tónlist. Elín Sif og Ragnhildur fluttu lagið Í kvöld sem við heyrðum síðast á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Hljómsveitirnar Helíum og Neon stigu á stokk og fluttu flotta tónlist, meðal annars lagið Take me to church sem hefur notið mikilla vinsælda.

    Í ávörpum fengum við að kynnast ólíkum sjónarhornum á trúfrelsið, m.a. að trúfrelsi snerist um frelsið til að vera látinn í friði, frelsi frá fordómum og um gestrisni og örlæti. Upp úr stendur þó hvað unglingarnir sem starfa í Laugarneskirkju eru magnaðir að skipuleggja svona glæsilegan viðburð.

    Okkur taldist til að meðmælendurnir í gær hafi verið um 100 talsins. Það veit á gott.

    Ps. Viltu skoða fleiri myndir frá göngunni?

  • Beyonce, Sia og Sam Stone í Bústaðakirkju

    Hljómsveit úr Tónlistarskóla Árbæjar syngur í fjölskyldumessu í Bústaðakirkju

    Í æskulýðsmessu gærdagsins í Bústaðakirkju komu margir góðir gestir. Í hópi þeirra var hljómsveit skipuðu krökkum sem eru í Tónlistarskóla Árbæjar. Þau sungu þrjú popplög eftir Beyonce, Siu og Sam Stone og gerðu það virkilega vel. Það er gaman að þjóna í kirkjunni þegar maður hefur fólk með sér og það var svo sannarlega raunin í gær.

    Fleiri myndir.

  • Leynigesturinn í Bústaðakirkju

    María Ólafsdóttir söngkona var leynigestur dagsins í Bústaðakirkju. Hún tók þátt í messunni og flutti tvö lög, Líf og Lítil skref. Þetta vakti mikla lukku hjá kirkjugestum.

  • Fimmtíu og sjö

    Hallgrímskirkja

    Mynd 37 af 365 er af Hallgrímskirkju í Reykjavík.

  • Trú/leysi og einkamál

    Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju:

    Undir það tek ég. Guð er ekki einkamál presta og heldur ekki kirkna.

    Guðleysi og vantrú er heldur ekki einkamál trúlausra eða samtaka sem stofnuð hafa verið um slíka afstöðu til trúar.

    Jamm.