Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Samskiptabyltingin og kirkjusamtalið

    Samtalið um kirkjuna og trúna og samfélagið okkar stendur yfir á netinu. Á kirkjan.is má nú lesa stutta samantekt frá erindi Árna Á nöfinni í síðustu viku.

  • Fyrir 48 árum

    Í dag er þess minnst að 48 ár eru liðin frá því Martin Luther King flutti ræðuna um drauminn. Í tilefni af þessu bloggar Mary Hess bloggar um kynþáttahatrið í Bandaríkjunum í dag.

  • Bankarnir og boðorðin

    Í Svarthöfðabloggi dagsins er bankakerfið borið saman við kirkjuna á fyrri öldum:

    Eitt sinn borguðum við tíund til kirkjunnar, eða tíu prósent af öllu. Nú borgum við tuttugu prósent af öllu í vexti til bankanna. Þau tíðindi eru orðin að bankarnir eru kirkja nútímans og trúarbrögðin eru neysluhyggja.

    Að mati Svarthöfða er bankinn ekki bara kirkja heldur líka Guð. Það kemur fram í tíu boðorðum bankans:

    Bankinn er Guð nútímans. Hér eru boðorð hans:

    1. Ég er lánadrottinninn sem fjármagnaði húsnæðið þitt. Þú skalt ekki aðra banka hafa. Hafir þú ekki nógu marga þjónustuþætti innan bankans þíns borgarðu hærri vexti.

    Þetta er áhugavert dæmi um áhrifasögu Gamla testamentisins. Um leið kviknar spurningin hvort Svarthöfði sé að ýja að því að bankakerfið sé fimmta valdið í samfélaginu.

  • Að læra um lífið á lifandi hátt

    Sumarnámskeið fermingarbarnanna eru eitt verkefnið sem við komum að í ágúst. Kristín fylgdi unga fólkinu í Hafnarfjarðarkirkju og skrifaði meðal annars pistilinn Að læra um lífið á lifandi hátt á Trú.is.

  • Sátt um skipan trúmála

    Í vikunni stóð Kjalarnessprófastsdæmi fyrir fundi um nýja stjórnskrá og kirkjuskipan ríkisins. Arnfríður Guðmundsdóttir og Gísli Tryggvason kynntu niðurstöður stjórnlagaráðs og svo voru umræður. Eitt af því sem kom fram var að nauðsynlegt er að sátt sé um skipan trúmála í þjóðfélaginu. Það er hagsmunamál kirkjunnar, ekki síður en annarra.

  • Hér erum við

    Við hjónin höfum bloggað saman í nokkurn tíma. Fyrst fengum við inni á annál.is og svo á Eyjunni. Nú er kominn tími til að stíga næsta skref. Við höfum því sett upp þetta blogg á okkar eigin léni sem er arniogkristin.is. Hér munum við skrifa um okkar hjartans mál og draga saman efni úr ýmsum áttum.

    Ps. Þetta er verk í vinnslu og bloggið mun bera þess merki fyrst um sinn. Þess vegna ætlum við bara að nota sjálfgefna útlitið í WordPress 😉

  • Ein ferð í Bónus

    Við skrifuðum grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag. Henni lýkur með þessari hvatningu:

    Allir kennarar vinna mikilvægt starf. Fyrir það eiga þeir skilið þakklæti okkar, virðingu samfélagsins og sanngjörn laun. Leiðrétting á launum leikskólakennara er bæði mikilvæg og sjálfsögð. Við skorum á viðsemjendur leikskólakennara að mæta þeim af sanngirni og leiðrétta laun þeirra í samræmi við menntun, ábyrgð og laun viðmiðunarstétta þeirra.

    Þetta er kjarni málsins að okkar mati. Við styðjum leikskólakennarana, sem vinna frábært starf.

  • Hungursneyð, stríð og betri heimur

    Hungursneyð, stríð og betri heimur eru meðal þess sem fermingarbörnin í Neskirkju ræða á sumarnámskeiðinu sem nú stendur yfir. Þau eru viss um að þau geti breytt heiminum.

    Víða um land hefja söfnuðirnir vetrarstarfið með því að bjóða væntanlegum fermingarbörnum á námskeið, áður en hefðbundið skólastarf hefst. Þessa vikuna hefur Kristín kennt fermingarbörnum í Hafnarfirði og Árni hefur farið á milli sumar-fermingar-námskeiðanna og tekið myndir og myndbönd.

    Í Hafnarfjarðarkirkju taka tveir söfnuðir höndum saman og halda námskeiðið sameiginlega. Hafnarfjarðarsókn og Ástjarnarsókn ná sameiginlega yfir 5 grunnskólahverfi og því er fermingarbörnum úr þessum hverfum boðið að taka þennan þátt fermingarstarfsins í sameiningu.

    Námskeiðið byggir á fræðsluefni sem söfnuðirnir hafa unnið og nær yfir hefðbundin atriði sem finna má í námskrá fermingarstarfsins. Þar ber hæst fræðsla um Biblíuna, trúarlífið og samfélagið í kirkjunni. Hlutir eins og bænin, messan, líf Jesú og sköpunin eru rædd út frá sýn og reynslu fermingarbarnanna og þau leidd inn í kristna samtalshefð í öruggu umhverfi .

    Kennarar eru prestar og starfsfólk safnaðanna sem hefur mikla reynslu af því að vinna með ungu fólki í kirkjulegu samhengi.

    Sumarnámskeið fermingarbarna hafa rutt sér til rúms síðustu ár en þau eru gefandi og skemmtileg viðbót við hefðbundna fermingarfræðslu sem fer t.d. fram í vikulegum kennslustundum eftir skóla.

  • Við þurfum vígslubiskup sem …

    Í síðari umferð vígslubiskupskjörs í Skálholti verður kosið milli Kristjáns Vals Ingólfssonar og Sigrúnar Óskarsdóttur. Í vor svöruðu þau bæði spurningunni um það hvers konar vígslubiskup við þurfum í Skálholti. Svörin rötuðu í vefsjónvarp kirkjunnar á YouTube.