Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • 4, 6 eða 7

    Boðorðin tíu komu við sögu á málþingi um kynferðislega misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi í dag. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir gerði fjórða boðorðið að umtalsefni í erindi um áhrif trúarlegs æskulýðsstarfs á vitund barna um virðingu sína og líkamsrétt. Dr. Marie Fortune færði rök fyrir því hvers vegna sjöunda boðorðið ætti frekar við kynferðisbrot gagnvart börnum heldur en það sjötta.

  • Um skrímsli, menn og von

    Vinsælasta lagið á Íslandi – á FM957 og Rás2 – er með hljómsveitinni Of Monsters and Men og heitir Little Talks. Þetta er gott lag með uppbyggilegan boðskap. Árni prédikaði í Víðistaðakirkju í dag og lagði út af guðspjallinu og laginu vinsæla. Lesið prédikunina og horfið á lagið á Trú.is.

  • Prédikunin fjallar um lífið

    Ástin, syndin, frelsið og trúin eru því í fókus á prédikunarseminar Kjalarnessprófastsdæmis í Skálholti. Þar flytur þýski prófessorinn Wilfried Engemann þrjá fyrirlestra, kjarnaklerkar prédika um Jesús í altaristöflunum og Guðmundur Andri Thorsson verður með arinspjall um orðið og orðin.

  • Ástríðan knýr okkur áfram

    „Your work is going to fill a large part of your life, and the only way to be truly satisfied is to do what you believe is great work. And the only way to do great work is to love what you do. If you haven’t found it yet, keep looking. Don’t settle. As with all matters of the heart, you’ll know when you find it. And, like any great relationship, it just gets better and better as the years roll on. So keep looking until you find it. Don’t settle.“ – Ræða við útskrift í Stanford 2005

    Steve Jobs. 1955-2011.

  • „Kæri páfi, nú ertu í vanda“

    Ég vildi óska að þú hefðir slegið á þráðinn til mín. Þú ert í vanda staddur. Ég sé að þér hefur verið stefnt fyrir Alþjóða glæpadómstólinn í Haag.

    Ég vona að þú skiljir hvers vegna þessi leið var farin og hvers vegna málshefjendur líta á kynferðisbrot presta gegn börnum og þöggun kirkjunnar sem glæp gegn mannkyni. Þetta virðist vera eina leiðin sem er fær til að varpa ljósi á umfang brotanna og á getuleysi kirkjunnar og meðvitaða þöggun hennar á sögum þolenda.

    Ég sé að þú áttir fund með þolendum í síðustu viku þegar þú heimsóttir Þýskalands. Ég vona að þú haldir áfram að hitta þolendur kynferðisbrota.

    Reyndar geri ég að tillögu minni að þú eigir slíka fundi á hverjum einasta degi sem þú átt eftir ólifaðan. Þótt þú gerðir það, myndir þú samt eiga langt í land með að hitta alla þá karla og þær konur sem voru beitt kynferðisofbeldi sem börn. En það yrði góð andleg lexía fyrir þig að hitta þau.

    Ég efast ekki um að hryggð þín yfir „ólýsanlegum glæpum“ innan kaþólsku kirkjunnar gegn börnum sé einlæg. Hvernig væri annað hægt þegar hlustað er á sögur þolenda? Í heimsókninni til Þýskalands sagðir þú: „Fyrst og fremst votta ég saklausum fórnarlömbum hinna ólýsanlegu glæpa mína innilegustu samhyggð, og vona að náðarkraftur Krists og sáttarfórn hans færi lækningu og frið inn í líf þeirra.“

    Með fullri virðingu, þá mun samhyggð þín og náðarkraftur Krists (eins magnaður og hann nú er) ekki færa lækningu og frið inn í líf þolenda kynferðisofbeldis. Þolendur þurfa réttlæti og eiga skilið að hlutur þeirra sé réttur (sbr. Lúkasarguðspjall 18.1-8). Þolendur þurfa meira en að þú viðurkennir sársauka þeirra. Þeir þurfa á því að halda að þú takir skref í átt að því að gera biskupana ábyrga fyrir kerfisbundnu getuleysi til að setja ofbeldismönnum stólinn fyrir dyrnar og vernda börn. Þetta hefur þú ekki gert. Þess vegna er málið nú fyrir Alþjóða glæpadómstólnum.

    Kannski er það staðurinn þar sem þolendur fá það réttlæti og lækninguna sem þeir eiga skilið.

    Ég bíð áfram eftir að þú hringir. Ég held ennþá að ég geti hjálpað þér í gegnum þetta.

    Þín systir í Kristi,
    Marie M. Fortune
    FaithTrust Institute


    Dr. Marie M. Fortune er einn virtasti sérfræðingur heims á sviði fræðslu- og forvarnarmála um kynferðislegt ofbeldi. Hún skrifaði Benedikt páfa XVI opið bréf á bloggi sínu 3. október sl. Íslenska þýðingu er að finna hér að ofan. Fortune sækir Ísland heim í október og mun tala á málþingi og námskeiði um forvarnir og viðbrögð við kynferðislegri misnotkun í samhengi kirkju og trúfélaga, 18. og 19. október.

  • Lesbrettið

    Við keyptum nýtt Kindle lesbretti frá Amazon. Það er örlítið nettara en þetta gamla og virkar jafn vel, ef ekki betur. Viltu vita meira? Lestu umsögnina eftir Stephen M. Hackett.

  • Með eigin augum – kyrrðardagar með kvikmyndum

    Kyrrðardagar með kvik­mynd­um verða haldnir í Skálholti 14.-16. október 2011. Þeir eru bornir uppi af sömu atriðum og venjulegir kyrrðar­dagar. Þögnin og friður frá áreiti daglegs lífs leiðir huga og sál að lífsreynslunni og tilfinningun­um sem við berum með okkur. Kyrrðardagar með kvikmyndum eru nýjung í kyrrðardagastarfi Skál­holts.

    Nánar á arniogkristin.is

  • Kyrrðardagar með kvikmyndum

    „Með eigin augum sáuð þið öll hin miklu máttarverk sem Drottinn vann“ segir í heilagri ritn­ingu (5Mós 11.7).

    Með eigin augum - kyrrðardagar með kvikmyndumKvikmyndir eru vettvangur fyrir lífsreynslu og stóru spurningarnar í lífinu. Á kyrrðar­dög­um með kvik­mynd­um notum við hinn sjónræna miðil kvikmyndarinnar til að næra íhugun og andlega uppbyggingu. Kvikmyndirnar sem við horfum á saman eru valdar með þetta í huga. Hver sýning er römmuð inn af stuttri innlýsingu og íhugun sem beina athyglinni að trúar- og lífsbaráttu kvikmyndar og okkar eigin lífs.

    Kyrrðardagar með kvik­mynd­um verða haldnir í Skálholti 14.-16. október 2011. Þeir eru bornir uppi af sömu atriðum og venjulegir kyrrðar­dagar. Þögnin og friður frá áreiti daglegs lífs leiðir huga og sál að lífsreynslunni og tilfinningun­um sem við berum með okkur. Kyrrðardagar með kvikmyndum eru nýjung í kyrrðardagastarfi Skál­holts. (more…)