Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Reglunum breytt

    Starfsreglum um biskupskjör var breytt á aukakirkjuþinginu sem var haldið í dag. Í stað rafrænnar kosningar verður póstkosning eins og verið hefur.

    Á aukakirkjuþingi sem haldið var í dag í Grensáskirkju var starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa breytt í þá veru að taka aftur upp póstkosningar í stað rafrænna kosninga eins og var fyrirhugað. Það var gert að beiðni kjörstjórnar sem taldi að kosningin yrði öruggari með póstkosningu.

  • Aukakirkjuþing um biskupskjör – bloggað í beinni

    Ég er staddur á aukakirkjuþingi í Grensáskirkju. Til þess er boðað af því að kjörstjórn við biskupskjör telur að breyta þurfi nýjum starfsreglum um biskupskjör vegna þess að ekki sé hægt að tryggja öryggi og fullkomna framkvæmd ef kosningar eru rafrænar.

    Þingið stendur yfir í dag og tvö mál liggja fyrir því. Nú verður reynt að blogga þingið í beinni. Lesandinn athugi það við lesturinn.

    Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, setur þingið. Í setningarræðu sinni segir hann frá að tvívegis hafi verið kosið til kirkjuþings rafrænt. „Í hvorugt skiptið voru bornar brigður á framkvæmd þeirra kosninga. Það segir hins vegar ekki alla söguna um öryggi og áreiðanleika rafrænna kosninga. Þrátt fyrir tækniframfarir og tölvubyltingar hafa rafrænar kosningar ekki verið teknar upp við kjör sveitastjórna, þjóðþinga eða þjóðhöfðingja.“
    (more…)

  • Presturinn og terta ársins

    Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Hildur Eir BolladóttirJóna Hrönn, vinkona okkar og höfuðprestur Garðbæinga, fékk tertu ársins afhenta í dag. Mbl segir frá þessu og hefur meðal annars eftir Jónu:

    Hún telur mikilvægt að gera sér dagamun og veislur með góðum veitingum séu sérlega vel til þess fallin að boða kærleika og trú því þar myndast samfélag gleðinnar og hjörtu fólks eru opnari en á öðrum stundum. Kristur var duglegur að mæta á mannamót og veislur því að hann þekkti leiðina að hjörtum fólks.

    Við tökum undir hvert orð.
  • Kjörskrá í biskupskjöri lögð fram

    Kjörskrá í biskupskjöri var lögð fram í dag. Hægt er að skoða hana á kirkjan.is. Á kjörskrá eru 492 prestar, djáknar, guðfræðingar og leikmenn.

  • Ekki jamm heldur YES

    Það er gaman, vinalegt og syngjandi skemmtilegt í þjóðkirkjunni skrifar Pétur Björgvin sem er JÁ-maður en enginn jámaður.

  • Ekki deila þessu á Facebook

    Mynd úr flugvél hefur farið eins og eldur í sinu um Facebook. Myndinni fylgir saga af konu sem vildi ekki sitja við hlið þeldökks manns í vélinni og bað flugþjón að færa sig. Hún sótti þetta nokkuð fast. Flugþjónninn brást við með því að færa manninn á fyrsta farrými og gaf þá ástæðu að hann ætti ekki að þurfa að sitja við hlið manneskju sem væri óþolandi og full af fordómum. Í lok myndatextans er hvatning: Deildu þessu á Facebook ef þú ert á móti rasisma.

    Margir hafa deilt og mynd og sögu er raunar að finna í nokkrum útgáfum á flasbókinni. Í ummælum við eina þeirra stendur eitthvað á þessa leið:

    Ekki deila þessari mynd og sögunni því hún er ósönn. Þetta gerðist aldrei hjá flugfélaginu TAM.

    Skiptir það einhverju máli? Getur sagan ekki verið góð og jafnvel sönn þótt hún hafi ekki átt sér stað eins og greint er frá, í flugvél frá þessu tiltekna flugfélagi?

    Lítum á hana sem dæmisögu um konuna sem fékk fordómana í hausinn og um flugþjóninn sem stóð með þolanda fordóma. Sem dæmisögu um makleg málagjöld hins fordómafulla.

    Er ekki tilvalið að nota flasbókina til að deila slíkum sögum?

  • ÝtaPásaSpila

    Heimildarmyndin PressPausePlay var sýnd á Rúv í gærkvöldi. Hún er líka á netinu.

  • Þungar greinar

    IMG_4734

    Greinarnar á Steinahlíð voru þungar í gær. Ekki í dag.

  • Reykjavíkurmyndir

    Myndavélinni var kippt með þegar ég rölti á leikskólann að sækja í dag. Það tók örlítið lengri tíma en venjulega, ekki vegna þess að færðin væri svona slæm heldur af því að það var myndefni á hverju strái.

    Það eru fleiri myndir á flickr.