Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Friðarbæn

    Miskunnsami Guð, viltu gera friðinn sem er á vörum okkar sýnilegan í lífinu, að við megum vera verkfæri friðar þíns á heimili, í samfélagi og heimi.

    Í dag sameinast kristið fólk um allan heim í bæn um frið í Sýrlandi.

  • Maðurinn sem braut boðorðin tíu fyrir morgunmat

    Ten from Coudal Partners on Vimeo.

    Þessa dagana standa yfir haustnámskeið kirkjustarfsins. Í morgun var rætt um fermingarfræðslu og meðan annars sýnd stutt myndskeið sem fjalla um boðorðin. Þeirra á meðal var þessi skemmtilega stuttmynd sem fjallar um manninn sem braut öll boðorðin tíu fyrir morgunmat.

  • Rósa og Malala, Jón og konurnar

    Pétur Björgvin Þorsteinsson:

    Ungu konurnar fimm sem eru komnar til að heimsækja þig eru allar fæddar hér á Íslandi, húðlitur þeirra er alls konar, þær tala reiprennandi íslensku og ráða við mörg önnur tungumál. Þar sem þú hefur þegið boð þeirra sitjið þið í strætó á leiðinni til bænahaldsins hlið við hlið og spjallið saman. En fyrir utan moskuna skilur leiðir. Ungu hetjurnar fimm þurfa nefnilega að nota annan inngang en þér er boðið til bænahalds með karlmönnunum. Ég vona að þú hugsir til Rosu Parks og ungu kvennanna fimm þegar þú tekur þátt í því bænahaldi og veltir því fyrir þér hvort þú getir sett reglur í borginni þinni um að kirkjur, moskur og önnur bænahús teljist jafnmikið opinberir staðir og strætó og að fólki sé ekki mismunað eftir kyni né öðrum einkennum um hvar það fær sér sæti eða krýpur.

    Borgarstjórinn okkar er mannréttindafrömuður sem hefur tekið sér stöðu með hópum sem þarf að berjast fyrir. Pétur Björgvin nefnir hér einn hóp til viðbótar.

  • Skartaðu Drottning!

    Og samt er eitt þitt hlutverk, Hólakirkja: að opna faðm þinn öllum börnum Guðs
    og láta klukkur kveðja þau til fylgdar við Krist sem nakinn drúpir höfði á vegg
    og mælti: „Ég verð með þér allt til enda.“

    Hjörtur Pálsson: Skartaðu drottning!

  • Snjallblogg

    Í tilefni Menningarnætur ákváðum við að gera örlitla breytingu á útlit bloggsins okkar. Það hefur verið eins í tæp tvö ár og hefur nú fengið örlitla andlitslyftingu. Vefurinn er líka orðinn snjall sem þýðir að hann virkar vel í tækjum af öllum stærðum og gerðum. Við snurfusum þetta líklega eitthvað áfram og höldum svo áfram að skrifa, mynda og vísa. Vonandi skilar þetta sér líka í því að bloggið verði líka snjallblogg sem verður bæði gagnlegt og áhugavert fyrir lesendur af öllu tagi.

  • Skoðun á hatri og kærleika

    Jesús mætti hatri með kærleika. Í því fólst ekki samþykki á hatrinu. Hann gaf ekkert eftir í baráttunni gegn ofbeldi. Hann fór ekki fram með yfirgangi heldur friðsemd og ákveðni. Við eigum að taka hann til fyrirmyndar.

    Árni Svanur Daníelsson: Skoðun á hatri og kærleika

  • Tvær týpur

    Þegar það rennur upp fyrir okkur hvað við höfum gert, viljum við, eins og konan í sögunni, bara gráta og segja fyrirgefðu, vegna þess að við sjáum hvað við flöskuðum illilega á því að vera ljós í heiminum og bera ást Guðs vitni.

    Kristín Þórunn Tómasdóttir: Tvær týpur

  • Eitthvað hinsegin

    Hún er eitthvað hinsegin, manneskjan. Og samt nær hún athygli Jesú óskiptri. Kannski sá hún eitthvað hinsegin í honum líka, eitthvað sem passaði ekki inn í fínu veisluna. Kannski horfðist hún í augu við hinsegin Guð sem skildi tvöfaldan utangarðsmann.

    Sigríður Guðmarsdóttir: Hinsegin Guð neðan og utan frá

  • Trúfrelsið og moskan

    Ég er ekki viss um að trúfrelsi sé í landi þar sem þegnarnir geta valið sér trúarbrögð en aðeins hluti þeirra má byggja sér helgidóma, umgjörð fyrir átrúnað sinn. Hinum er sagt að láta lítið á sér bera og fara helst með veggjum.

    Vissulega eru til öfgar í öllum trúarbrögðum. Harðlínumenn eiga oft léttast með höfða til fólks þegar neyðin er mest og ranglætið ríkir. Sennilega er ekki til betri forvörn gegn öfgum en sanngjarnt og frjálst þjóðfélag og gildir þá einu hvort ofstækisliðið kennir sig við Krist eða Múhameð, er trúað eða trúlaust eða til vinstri eða hægri í pólitík.

    Svavar Alfreð Jónsson: Moskur, hof og kirkjur