Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Jóladagatalið: Bjarni

    Bjarni minnir okkur á baslið í Betlehem.

  • Fimm ráð til að komast gegnum jólavertíðina í jafngóðu eða betra formi

    Aðventa og jól eru tími freistinga í mat og hreyfingu. Allskyns góðgæti freistar reglulega á aðventunni og við viljum gjarnan njóta góðs matar með góðri samvisku. Í aðdraganda jóla mæðumst við líka í mörgu og mörgum reynist erfitt að taka tíma í reglulega hreyfingu.

    Gaui þjálfari hjá Kettlebells.is deildi fimm ráðum með vinum sínum á Facebook til að komast í gegnum jólavertíðina í jafngóðu eða betra formi. Þetta byggir á 40 daga áskoruninni sem ég fór í gegnum með þeim. Ráðin fimm eru:

    1. Farðu í klukkutíma göngutúr á hverjum degi fram að áramótum. Sama hvernig veður er.
    2. Andaðu með nefinu til að vinna gegn streitunni sem fylgir aðventu og jólum. „Með því að anda inn um nefið, ofan í þindina, heldur maður ró sinni. Þetta er gömul, en því miður mikið til gleymd, viska. Það er erfitt að vera stressaður ef maður andar rólega á þennan hátt.“
    3. Fylgdu áætlun dagana sem  þú ferð í jólahlaðborð: a. Borðaðu létt yfir daginn, b. puðaðu vel í 30 mínútur 2-3 klukkutímum fyrir veisluna, c. slepptu brauði og súpu á hlaðborðinu en fáðu þér gott kjöt og góðan fisk og gott meðlæti, d. borðaðu hægt og njóttu matarins.
    4. Labbaðu í kjörbúðina og haltu á pokunum heim. Það er góð æfing. Passaðu þig að vera bein/n í baki og horfa fram á veginn.
    5. Taktu Nelson Mandela þér til fyrirmyndar: „ Finndu það góða í fólki, ekki tala illa um aðra, fyrirgefðu þeim sem hafa gert þér illt, hlustaðu meir en þú talar, vertu góð fyrirmynd, hugsaðu vel um eigin heilsu, trúðu á réttlæti, aldrei gefast upp og hafðu gaman af lífinu.“

    Fimm einföld ráð sem gera hæfilega miklar kröfur til okkar og auka lífsgæðin. Gaui útskýrir hvert skref nánar á Facebook. Kíkið á það og njótið aðventunnar og jólanna.

  • JólaJón

    JólaJón
    JólaJón

    Jón Sigurðsson er ekki bara í lit, hann er í jólalit.

  • Jóladagatalið: Gerður Kristný

    Kærleikurinn er kraftmikill segir Gerður Kristný í kröftugum kærleiksglugga.

  • Tími kærleikans

    Árni Svanur Daníelsson
    Árni Svanur við Daginn í dag gluggann í Kirkuhúsinu. Hafdís horfir á. Mynd: Gunnar V. Andrésson
    Ég fékk skemmtilegt símtal um daginn frá blaðakonu á Fréttablaðinu sem vildi forvitnast um jóladagatal kirkjunnar.

    Við ræddum saman í svolitla stund og svo fékk ég heimsókn frá Gunnari ljósmyndara sem tók mynd af mér með Hafdísarglugga í baksýn. Viðtalið birtist svo í Fréttablaðinu um helgina og á Vísi.is í gær:

    Jóladagatal kirkjunnar er ekki eins og súkkulaðidagatal sem klárast því hægt er að opna gluggana aftur og aftur og upplifa hlýju og kærleika á ný,“ segir Árni Svanur Daníelsson, vefprestur þjóðkirkjunnar, um heillandi dagatal kirkjunnar sem lætur engan ósnortinn.

    „Síðast bjuggum við til jóladagatal fyrir þremur árum þegar þjóðin var í sárum vegna efnahagshrunsins. Þá var þemað von því okkur þótti mikið skorta á vonina hjá landsmönnum,“ útskýrir Árni Svanur.

    Kíkið endilega á jólavefinn á Vísi.is. Þar er margt skemmtilegt.

  • Jóladagatalið: Sigfinnur

    Kærleikurinn tengir. Amen.

  • Jóladagatalið: Solveig Lára

    Í glugga dagsins er Solveig Lára, Hólabiskup. Hún talar um jólin sem tíma tilfinninganna og um gildi þess að miðla eigin bernskujólum til barnanna.

  • Eitthvað fallegt

    Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur syngja á jólatónleikunum Eitthvað fallegt í Víðistaðakirkju
    Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur syngja á jólatónleikunum Eitthvað fallegt í Víðistaðakirkju

    Við fórum á jólatónleikana Eitthvað fallegt með Svavari Knúti, Kristjönu og Ragnheiði í vikunni. Þetta var dásamlegt kvöld með fallegu lögunum af samnefndri jólaplötu. Þau flétta saman klassísk og frumsamin jólalög, útsetningar eru lágstemmdar og mínimalískar og hæfa vel á aðventu. Þarna er engu ofaukið og ekkert skortir. Við skemmtum okkur konunglega og það gerði Heiðbjört Anna líka.

  • Jóladagatalið: Bragi skátahöfðingi

    Bragi skátahöfðingi flytur okkur kærleiksboðskapinn í dag.

  • Jóladagatalið: Bjúgnakrækir

    Bjúgnakrækir eru ekki sjötti jólasveinninn, hann er sá níundi. En hann leynist á bak við sjötta gluggann í jóladagatalinu.