Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Umgengni er aðgengi

    Umgengni er aðgengi heitir stuttur pistill sem ég skrifaði í Reykjavík: Vikublað í dag. Í þágu aðgengileikans birtist hann líka á Trú.is.

  • Er ég ókei?

    Kristín:

    Tímamótin eru mörg og misjöfn. Hvernig höndlum við að verða fullorðin, miðaldra, öldruð? Fyllir það okkur drambi og fullvissu um að við séum réttlát en allir hinir ómögulegir? Eða tekur það frá okkur allt sjálfstraust og sjálfsvirðingu? Þegar upp er staðið finnum við sátt með því að sleppa samanburði og hætta að reyna að vera eitthvað sem við erum ekki. Vegna þess við erum nógu góð.

    Er ég okei?, prédikun í Garðakirkju 31. ágúst 2014

  • Dagur breytinga

    Í hverju mannsbarni búa möguleikar til að hafa áhrif á umhverfi sitt, til góðs eða ills. Það er viðfangsefni manneskjunnar að finna frelsið sitt og nota það í virðingu og sátt við sig og meðsystkini sín. Það er verkefni manneskjunnar að breyta.

    Uppstigningardagur er dagur breytinga.

  • Blað, skæri, steinn

    Við erum kölluð til að vera fólk sem elskar og gleðst og horfir á Jesú, sem er hirðirinn okkar og gengur á undan.

    Blað, skæri, steinn, Vídalínskirkju 18/5/2014

  • Kolaglóð og krýsólít: Reiðhjólabæn

    Vorið er tíminn þegar við tökum hjólin okkar fram og njótum hreyfingar og útiveru í sátt og samlyndi við umhverfið. Götur, torg og skólalóðir fyllast líka af ungu hjólreiðafólki með marglita hjálma og skrautlega lása.

    Ég tók saman stutta helgistund þar sem við nefnum hluti sem eru mikilvægir öllu hjólafólki. Fyrst kemur ritningarlestur – sem er soldið flippaður, enda frá þeim magnaða spámanni og presti Esekíel, sem lifði á 6. öld fyrir Krist. Mér finnst hann passa vel í reiðhjólabæn þar sem hann fjallar um hjól og það er mikið líf í tuskunum. Svo kemur bæn sem er sett upp eins og almenn kirkjubæn í venjulegri messu, þar sem einn les og hinir svara. Að lokum fylgir blessun og smurning – því bæði fók og hjól þurfa réttu olíuna til að ganga vel.  (more…)

  • Snertu mig

    Svo mikið af mannlegri reynslu verður til í gegnum snertingu. Við þurfum á því að halda að snerta og vera snert, frá því við drögum andann í fyrsta sinn og þangað til við sleppum honum á dauðastundinni. Í gegnum lífið allt þjónum við og elskum með snertingu og við þiggjum snertingu í staðinn. Snertu mig, Vídalínskirkju 27/4/2014

  • Páskafólk

    Við getum verið á þeim stað í lífinu að við kunnum betur við okkur í föstunni, sem beinir sjónum að baráttu og mótlæti lífsins. Hin skjótu umskipti frá föstudeginum langa til páskadags, frá dauða til lífs, geta verið yfirþyrmandi og ruglandi. Þá er gott að fá að taka á móti fyrirheiti páskanna í litlum skrefum, eins og dagsbirtunni á vormánuðum, sem eykst og eykst. Páskarnir eru loforðið um að Guð sem var farinn, tekur sér stöðu með manneskjunni og stígur með henni inn í ljósið. Fáum okkur morgunmat

  • Þess vegna er ég lúthersk

    Hér talar Nadia Bolz-Weber, prestur í Lúthersku kirkjunni í Bandaríkjunum (ELCA). Hún er eiginlega ekkert annað en súperstjarna í sínu samhengi (og langt út fyrir það) og dregur fjölda fólks á viðburði þar sem hún talar um trúna sína og lífið.

    Nadia er prestur við lútherska kirkju í Denver, Colorado, sem heitir House for All Sinners and Saints. Eins og nafnið gefur til kynna skilgreinir söfnuðurinn sig vítt og breitt og leggur mikið upp úr því að skapa rými og pláss fyrir alla, og fyrir alla reynslu allra sömuleiðis. Nadia gaf út minningabók sína Pastrix í fyrra og hefur farið víða til að kynna bókina og gert það á mjög lifandi hátt.

    Á þessu stutta myndskeiði dregur Nadia saman í stuttu máli kjarnann í því sem við getum kallað lútherska kenningu. Hún gerir það á sinn hátt en er mjög kjarnyrt og klassísk.

    Inntakið er þetta:

    • Náð Guðs er gjöf sem við þiggjum án þess að bera neinn kostnað af. Náðin er ekki eitthvað sem við vinnum okkur fyrir heldur erum við hreinir þiggjendur.
    • Það er ekki um að ræða andlegan stiga sem við klifrum til að verða betri og betri útgáfa af okkur sjálfum.
    • Það er Guð sem kemur til okkar og endurnýjar okkur, aftur og aftur – það er það sem er kallað dauði og upprisa.
    • Samband manneskjunnar við Guð er þannig háttað að það er alltaf Guð sem kemur til hennar, ekki öfugt.
    • Manneskjan sem á sama tíma og samhliða syndug og réttlætt, alltaf og algjörlega. Það þýðir að ég hef gríðarlega getu til að rífa niður sjálfa mig og aðra en líka gríðarlega getu til að sýna ástúð.
    • Þessi atriði gera það að verkum að ég er lúthersk – hér fann ég orðin yfir það sem ég hef reynslu af úr mínu eigin lífi og veit að eru sannir.

    Það er hressandi að hlýða á hvað Nadia Bolz-Weber hefur að segja – njótið!

  • Eru stjúpfjölskyldur normal í kirkjunni?

    Við vorum þrír prestar í litlum hópi fagfólks sem sat dagsnámskeið um stjúptengsl í síðustu viku. Námskeiðið var haldið af Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa og aðjúnkt við HÍ, sem hefur unnið mikið frumkvöðlastarf í miðlun og rannsóknum á stjúptengslum og stjúpfjölskyldum.

    Markmiðið með námskeiðinu var að gefa fagfólki sem vinnur með fjölskyldum í starfi sínu færi á að kynnast helstu þáttum sem hafa áhrif á tengsl og líðan í stjúpfjölskyldum, svo það komist hjá því að auka óvart á streitu í fjölskyldum vegna þekkingarleysis heldur dragi einmitt frekar úr henni. Aukin þekking á sérstöðu stjúpfjölskyldna og á algengum uppákomum í stjúpfjölskyldum gefur fagfólki í fjölskylduvinnu meira öryggi í samstarfi við stjúpfjölskyldur og einstaklinga sem tilheyra þeim. (more…)

  • Askan á enninu

    Einhver sagði um tónlist J. S. Bach að hún kæmi í lag því sem lífið réði ekki við. Út á þetta gengur trúin fyrir mér. Í gegnum trúna getum við tjáð og nálgast hluti sem eru einhvern veginn of stórir, flóknir og erfiðir fyrir litlu okkur að skilja og fá til að ganga upp.

    Öskudagurinn er gott dæmi um þetta. Hann markar upphaf föstunnar, sem er tími samlíðunar og iðrunar. Askan hefur verið notuð af kristnu fólki frá upphafi, til að tjá hluti sem er erfitt að koma í orð og kerfi en móta samt alla tilveru okkar. Í fyrsta lagi táknar hún forgengileikann. Askan minnir á eitthvað sem var, en er ekki lengur. Í annan stað er hún tákn um hreinsun, þar sem hún var notuð sem hreinsiefni í stað sápu. Í þriðja lagi er hún tákn um ákveðna hringrás sem kristin trú boðar, að við erum fædd af jörðu, við verðum að jörðu og við rísum upp af jörðu. (more…)