Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Í beinni á Twitter og Meerkat

    Meerkat er nýtt smáforrit fyrir snjalltæki sem er hægt að nota fyrir beinar útsendingar á netinu. Ég prófaði það í morgun, þetta er einfalt í notkun og virkar vel. Þegar þú byrjar útsendingu er það tilkynnt Twitter auk þess sem vinir þínir á twitter eða meerkat geta fengið tilkynningu í símann sinn eða spjaldtölvuna. Ég sé ýmsa möguleika til að senda út efni – þið fylgist bara með á @arnisvanur.

  • Núna eða nauðsynlegt

    https://twitter.com/HenriNouwen/status/230384864438919168

    Henry Nouwen var spakur.

  • Góð fasta

    Justin Welby, erkibiskup af Kantaraborg, tók þátt í samtali um það hvað væri góð fasta í samtímanum. Það er á netinu.

  • Þegar þú vaknar

    Rowan Williams, fyrrum erkibiskup af Kantaraborg:

    So: the regular ritual to begin the day when I’m in the house is a matter of an early rise and a brief walking meditation or sometimes a few slow prostrations, before squatting for 30 or 40 minutes (a low stool to support the thighs and reduce the weight on the lower legs) with the “Jesus Prayer”: repeating (usually silently) the words as I breathe out, leaving a moment between repetitions to notice the beating of the heart, which will slow down steadily over the period.

    Það er gott að byrja daginn á hreyfingu og það er gott að hefja hann á bæn. Enn betra er að flétta þetta tvennt saman eins og Williams gerir.

  • Beyonce, Sia og Sam Stone í Bústaðakirkju

    Hljómsveit úr Tónlistarskóla Árbæjar syngur í fjölskyldumessu í Bústaðakirkju

    Í æskulýðsmessu gærdagsins í Bústaðakirkju komu margir góðir gestir. Í hópi þeirra var hljómsveit skipuðu krökkum sem eru í Tónlistarskóla Árbæjar. Þau sungu þrjú popplög eftir Beyonce, Siu og Sam Stone og gerðu það virkilega vel. Það er gaman að þjóna í kirkjunni þegar maður hefur fólk með sér og það var svo sannarlega raunin í gær.

    Fleiri myndir.

  • Leynigesturinn í Bústaðakirkju

    María Ólafsdóttir söngkona var leynigestur dagsins í Bústaðakirkju. Hún tók þátt í messunni og flutti tvö lög, Líf og Lítil skref. Þetta vakti mikla lukku hjá kirkjugestum.

  • Fimmtíu og sjö

    Hallgrímskirkja

    Mynd 37 af 365 er af Hallgrímskirkju í Reykjavík.

  • Trú/leysi og einkamál

    Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju:

    Undir það tek ég. Guð er ekki einkamál presta og heldur ekki kirkna.

    Guðleysi og vantrú er heldur ekki einkamál trúlausra eða samtaka sem stofnuð hafa verið um slíka afstöðu til trúar.

    Jamm.

  • Biblíublogg 26: Biblían er á toppi vinsældarlistans

    Í toppsæti vinsældarlista Rásar 2 þessa vikuna trónir lagið Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá með Jónasi Sigurðssyni og ritvélum framtíðarinnar. Lagið var frumflutt í mótmælum á Austurvelli í nóvember og gefið út á þessu ári. Í textanum er vísað í tollheimtumenn (sbr. Matt 9.10), sannleikann (sbr. Jóh 18.38), aldingarðinn Eden (sbr. 1Mós 2-3), gullkálfinn (sbr. 2Mós 32) og svo auðvitað orðatiltækið „af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“ sem er sótt í 7. kafla Matteusarguðspjalls:

    Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá. (Matt 7.15-20)

    Þannig getum við sagt að Biblían tróni á toppi vinsældarlista Rásar 2.

  • Sá Golíat Davíð?

    Malcom Gladwell:

    Well, it turns out that there’s been a great deal of speculation within the medical community over the years about whether there is something fundamentally wrong with Goliath, an attempt to make sense of all of those apparent anomalies.

    Ein tilgátan sem Gladwell nefnir er að Golíat hafi þjáðst af því sem er kallað acromegaly, einn fylgikvilli þess sjúkdóms er döpur sjón. Það getur því vel hugsast að Golíat hafi ekki séð Davíð.