Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Sátt um skipan trúmála

    Í vikunni stóð Kjalarnessprófastsdæmi fyrir fundi um nýja stjórnskrá og kirkjuskipan ríkisins. Arnfríður Guðmundsdóttir og Gísli Tryggvason kynntu niðurstöður stjórnlagaráðs og svo voru umræður. Eitt af því sem kom fram var að nauðsynlegt er að sátt sé um skipan trúmála í þjóðfélaginu. Það er hagsmunamál kirkjunnar, ekki síður en annarra.

  • Hér erum við

    Við hjónin höfum bloggað saman í nokkurn tíma. Fyrst fengum við inni á annál.is og svo á Eyjunni. Nú er kominn tími til að stíga næsta skref. Við höfum því sett upp þetta blogg á okkar eigin léni sem er arniogkristin.is. Hér munum við skrifa um okkar hjartans mál og draga saman efni úr ýmsum áttum.

    Ps. Þetta er verk í vinnslu og bloggið mun bera þess merki fyrst um sinn. Þess vegna ætlum við bara að nota sjálfgefna útlitið í WordPress 😉

  • Palli löggubíll og snobbhænsnin

    Árni Svanur ræðir Palla (Lása) löggubíl í stuttu videobloggi. Eins og við höfum þegar rakið hér á blogginu er Palli löggubíll stórskemmtileg barnamynd með brýnan boðskap. Í þessu videobloggi er meðal annars komið inn á bílategundir, vatnssnobb og sitthvað fleira.