Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Ketilbjallan í grasinu

    Kettlebell In Autumn Grass

    Sérfræðingarnir mæla með því að við hreyfum okkur reglulega, helst í þrjátíu mínútur á dag, fimm sinnum í viku. Nýleg rannsókn leiddi svo í ljós að það er enn heilsusamlegra að hreyfa sig úti en inni.

    Ketilbjallan í grasinu, mitt á meðal haustlaufanna föllnu er einmitt til marks um slíka hreyfingu.

  • Simpsons fjölskyldan á hvíta tjaldinu – með umræðuspurningum

    Simpsons fjölskyldan hefur verið tíður gestur á mörgum heimilum frá því þættirnir hófu göngu sína árið 1989. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og það mátti því alveg búast við því að fjölskyldan rataði loksins á hvíta tjaldið. Kvikmyndin um Simpsons fjölskylduna var frumsýnd árið 2007 og hún fékk nokkuð góðar viðtökur. Hér er stutt kynning á myndinni og helstu trúar- og siðferðisstefjunum í henni ásamt þremur spurningum sem má nota til að koma af stað samtali um myndina.

    (more…)

  • Lagfæra þarf fæðingarorlofið

    Velferðarráðherra í samtali við Mbl.is:

    „Þannig þarf að ráðast í endurreisn fæðingarorlofskerfisins sem fyrst þar sem hlutfall heildarlauna verður fært úr 75% í 80% af meðalheildartekjum umfram 200.000 kr. sem og að hækka hámarksgreiðslur þannig að meiri hluti foreldra, sem eru þátttakendur á vinnumarkaði, fái tekjur sínar sannanlega bættar.“

    Fréttin fjallar aðallega um pabbana í fæðingarorlofi, en málið varðar að sjálfsögðu bæði feður og mæður. Ég er sammála ráðherranum og þá liggur beint við að spyrja: Eru lagfæringar á kerfinu ráðgerðar í vetur? Hvað segja drög að fjárlagafrumvarpi okkur?

  • Við erum öll Lady Gaga

    Við erum öll Lady Gaga. Stöndum mitt á milli Júdasar og Jesú ef svo má að orði komast. Við skulum velja Jesús og við skulum velja umhyggjuna og þjónustuna. Við skulum líkjast Drottningunni af Montreuil.

    Prédikun um trúarstef og tónlistarmyndbönd og RIFF í Borgarholtsskóla.

  • Ástin blómstrar á Ítalíu

    Loksins tókst mér að gera gamanmynd án þess að dramað tæki yfir, sagði Susanne Bier í gær. Hún kynnti nýjustu kvikmynd sína um Hárlausa hárskerann stuttlega áður en sýningin hófst og nefndi meðal annars að fyrri tilraunir hefðu orðið full dramatískar á köflum. Eða jafnvel al-dramatískar.

    Umfjöllunarefnið í Hárlausa hárskeranum er samt alvarlegt. Ida, sú sem titillinn vísar til, er að ljúka krabbameinsmeðferð. Hún hefur tekist vel. Líklega. Í upphafi situr hún hjá lækninum sínum og hann spyr hvort hún vilji ekki íhuga að endurgera brjóstið sem þurfti að taka. „Nei, nei,“ svarar hún, því eiginmaðurinn Leif styður hana og elskar eins og hún er. Hann er ekkert fyrir útlitið. Svo fer hún heim og kemst þá að því að kauði er búinn að halda við ungpíu af skrifstofunni allan tímann sem hún var í meðferðinni.

    Heimurinn hrynur og ævintýrið getur hafist.

    Hárlausi hárskerinn er mynd um flókin fjölskyldutengsl, um Ítalíu sem er staður ástarinnar að mati danskra leikstjóra, um sorgina sem tekur yfir lífið, um óttann við sjúkdóminn sem hefur einu sinni tekið lífið yfir og gæti gert það aftur. Þetta er líka mynd um vonina sem er sterkasti drifkrafturinn og um mikilvægi þess að setja sér og öðrum mörk því vonarríkt líf og skynsamleg mörk eru lykillinn að hamingjunni, á Ítalíu, í Danmörku og kannski á Íslandi líka.

    Ég mæli með Hárlausa hárskeranum sem er mannbætandi mynd. Hún er sýnd í Háskólabíói að kvöldi 1. október og fer svo vonandi í almennar sýningar.

  • Betri samskipti

    Toshiki Toma í Fréttablaðinu í dag:

    Mér finnst það vera áríðandi á verkefnaskrá innflytjendamála að stofna fasta leið til þess að samskiptin séu nægileg, sérstaklega fyrir innflytjendur. Ég trúi því raunar að mörg vandamál sem myndast stundum í kringum innflytjendur myndu leysast með því að tryggja samskiptin á milli stjórnar og innflytjenda.

    Gæti komið að gagni í þessu sambandi að skoða reynsluna af gjörbyltum samskiptum foreldra og skóla í gegnum Mentor?

  • Biskupshjónin

    Biskupsvígsla á Hólum 2012

    Þórir Guðmundsson tók þessa mynd af biskupshjónunum Solveigu Láru og Gylfa. Á myndasvæði kirkjunnar eru fleiri myndir.

  • Altarisbrauðið

    Altarisbrauðið

    Kristín bakaði altarisbrauðið sem var boðið upp á í Þingvallakirkju í dag. Það var bæði gott og fallegt.

  • Sóknir, prestaköll og prófastsdæmi á Suðvesturhorninu

    Kristín átti sæti í nefnd sem vann skýrslu um framtíðarskipan profastsdæma, prestakalla og sókna á Suðvesturhorninu. Skýrsla nefndarinnar er birt á kirkjan.is.

  • Agnes biskup

    Agnes M. Sigurðardóttir

    Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, í messu við lok prestastefnu í síðustu viku. Á flickr eru fleiri myndir úr messunni og frá Prestastefnu.