Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Maðurinn sem braut boðorðin tíu fyrir morgunmat

    Ten from Coudal Partners on Vimeo.

    Þessa dagana standa yfir haustnámskeið kirkjustarfsins. Í morgun var rætt um fermingarfræðslu og meðan annars sýnd stutt myndskeið sem fjalla um boðorðin. Þeirra á meðal var þessi skemmtilega stuttmynd sem fjallar um manninn sem braut öll boðorðin tíu fyrir morgunmat.

  • Gegnum glerið

    Berlin July 2013

    Við hlið uppáhaldsíbúðarinnar Süße Sünde á Weinbergsweg í Berlín er gleraugnabúð. Þar fást allskonar gleraugu, flókin og einföld, litrík og litlaus, kringlótt og kassalaga. Ég tók mynd.

  • Skólakvíði og skólagleði

    Guðrún Karls Helgudóttir:

    Biðjum fyrir börnum sem eru að byrja í skólanum. Fyrir því að skólastjórnendur og kennarar, foreldrar og börnin sjálf taki á öllu einelti, og komi í veg fyrir að farið sé illa með börn. Fyrir því að fullorðið fólk þori að taka ábyrgð og vera fullorðin þegar kemur að ofbeldi.

    Upphaf skólastarfsins á haustin er tími gleði og kvíða. Það er full ástæða til að vera meðvituð um hvort tveggja svo að við getum sem best stutt við börnin okkar.

  • Snjallsímafirring?

    Snjöll stuttmynd um nýtt fyrirbæri. Má ekki nota orðið snjallsímafirring um þetta?

  • Skartaðu Drottning!

    Og samt er eitt þitt hlutverk, Hólakirkja: að opna faðm þinn öllum börnum Guðs
    og láta klukkur kveðja þau til fylgdar við Krist sem nakinn drúpir höfði á vegg
    og mælti: „Ég verð með þér allt til enda.“

    Hjörtur Pálsson: Skartaðu drottning!

  • Á Móskarðahnúkum

    Gengið á Móskarðahnúka

    Þorgrímur Daníelsson, prestur á Grenjaðarstað, ætlar að ganga á þrjátíu tinda í ágúst. Tilefnið er söfnun þjóðkirkjunnar fyrir nýjum línuhraðli á Landspítalanum. Ég átti þess kost að ganga með honum á Móskarðahnúka fyrr í mánuðinum og tók þá þessa mynd af honum þar sem hann gekk niður af hæsta tindinum. Þorgrímur er mikill göngugarpur og það er gaman að fylgjast með honum í þessu verkefni.

  • Skoðun á hatri og kærleika

    Jesús mætti hatri með kærleika. Í því fólst ekki samþykki á hatrinu. Hann gaf ekkert eftir í baráttunni gegn ofbeldi. Hann fór ekki fram með yfirgangi heldur friðsemd og ákveðni. Við eigum að taka hann til fyrirmyndar.

    Árni Svanur Daníelsson: Skoðun á hatri og kærleika

  • Trúfrelsið og moskan

    Ég er ekki viss um að trúfrelsi sé í landi þar sem þegnarnir geta valið sér trúarbrögð en aðeins hluti þeirra má byggja sér helgidóma, umgjörð fyrir átrúnað sinn. Hinum er sagt að láta lítið á sér bera og fara helst með veggjum.

    Vissulega eru til öfgar í öllum trúarbrögðum. Harðlínumenn eiga oft léttast með höfða til fólks þegar neyðin er mest og ranglætið ríkir. Sennilega er ekki til betri forvörn gegn öfgum en sanngjarnt og frjálst þjóðfélag og gildir þá einu hvort ofstækisliðið kennir sig við Krist eða Múhameð, er trúað eða trúlaust eða til vinstri eða hægri í pólitík.

    Svavar Alfreð Jónsson: Moskur, hof og kirkjur

  • Aukið samráð, meira gegnsæi

    Alþingishúsið

    Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segir meðal annars:

    Áhersla verður lögð á að bæta stjórnsýslu og þjónustu ríkisins, m.a. með auknu samstarfi ríkis og sveitarfélaga, rafrænni stjórnsýslu og hagnýtingu upplýsingatækni í samskiptum við íbúa.

    Í yfirlýsingunni er líka talað um samráð. Orðið kemur alls átta sinnum fyrir í mismunandi samhengi og rætt er um samráð við aðila vinnumarkaðarins, sveitarstjórnir, samtök í sjávarútvegi, þá sem starfa í sjávarútvegi, þá sem starfa við matvælaframleiðslu, fagfélög heilbrigðisstétta og hagsmunaaðila í heilbrigðiskerfinu, hagsmunaaðila í menntakerfinu og sveitarfélög. (more…)