Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Guð verður að vera kona

    Bókin heitir Jóhannesarguðspjall og er í grunninn gamla guðspjallið, nema Jesús er ekki lengur hetjan heldur María frá Magdala, betur þekkt sem María Magdalena. Guð er sömuleiðis kvenkyns og líka helmingur lærisveinanna, eða lærlinganna eins og þeir heita hjá mér,“

    Óttar M. Norðfjörð er höfundur nýrrar útgáfu af Jóhannesarguðspjalli. Hann er í viðtali við Fréttablaðið í dag.

  • Megas syngur

    Megas syngur Passíusálmana
    Megas syngur Passíusálmana.

    Ég kíkti á æfingu fyrir Passíusálmatónleika morgundagsins. Megas söng og Magga Stína og stúlknakórinn með. Hljóðfæraleikarar töfruðu fram fallega tóna. Andi Hallgríms var yfir og allt um kring.

  • Nói vekur spurningar

    Nói er mættur í bíó. Það er verðlaunaleikstjórinn Darren Aronofsky sem færir okkur kvikmyndina Nóa í samstarfi við hasarhetjuna Russel Crowe og fleira gott fólk að ógleymdu ævintýralandinu Íslandi. Nú er sagan sem við höfum heyrt um það bil eittþúsundsinnum í sunnudagaskólanum orðin að stórmynd á hvíta tjaldinu. Þetta er Biblíumynd. Hún er umdeild eins margar slíkar. Við höfum nefnilega skoðanir á biblíusögunum því þær skipta okkur máli.

    (more…)

  • Nói – vísanir

    Kvikmynd Darren Aronofsky um Nóa er frumsýnd hér á landi í lok mars. Þetta er áhugavert efni fyrir okkur sem erum að fást við trúarstef og Biblíuna í kvikmyndum. Ég ætla að safna saman vísunum á umfjallanir um Nóa á eina síðu. Bætið endilega við í ummælum ef þið sjáið eitthvað sem ég hef misst af. (more…)

  • Bíóið og Biblían á kirkjuveggnum

    Bíó og Biblía í Egilstaðakirkju
    Bíó og Biblía í Egilstaðakirkju.

    Ég heimsótti Egilsstaði fyrr í mánuðinum og hitti þar presta, fermingarbörn og foreldra og flutti erindi um bíóið og Biblíuna. Þessi mynd var tekin stuttu áður en fyrirlesturinn hófst, þegar við vorum búin að stilla öllu upp. Kirkjuveggurinn og hvíta tjaldið runnu saman og krossinn yfir altarinu rammaði myndflötinn inn.

  • 775 þúsund orð í 66 myndum

    Biblían samanstendur af 66 bókum sem saman telja um það bil 775 þúsund orð. Joseph Novak er prestur í anglíkanskri kirkju í Bandaríkjunum. Hann er líka grafískur hönnuður og hefur hannað 66 veggspjöld sem túlka bækur Biblíunnar, eitt fyrir hverja bók. Þetta er skemmtileg nálgun við bók bókanna.

  • Fjögur ráð til að endurræsa hjartað og ná tökum á lífinu

    Hvað eru margir hér inni sem eiga tölvu? Svona gamaldags borðtölvu eða fartölvu, ekki spjald eða snjallsíma.

    Hvað eru mörg ykkar sem hafa þurft að endurræsa tölvuna, af því að hún var orðin of hæg eða virkaði ekki alveg nógu vel?

    Allt í lagi.

    Ég las bók fyrr í vetur sem fjallaði um hreyfingu. Þar var sagt frá því hvernig það er ekki bara nauðsynlegt að endurræsa tölvurnar, það þarf líka að endurræsa líkamann. Höfundarnir tveir nefndu fjórar æfingar sem við getum gert á hverjum degi – tekur um það bil 3 mínútur – sem miða að þessu. (more…)

  • Feður gegn feðraveldi

    Jafnréttið byrjar heima. Allar stúlkur eiga föður, og afa, margar bræður og syni. Hvaða faðir vill ekki dóttur sinni vel? Enginn, hefði ég haldið. Það er mikilvægt að feður leggi dætrum sínum lið í mannréttindabaráttu hvar í heiminum sem er, feður og afar, frændur, bræður og synir. Barátta kvenna um heim allan hefur skilað miklum árangri. Henni lýkur hins vegar ekki, og getur ekki lokið, án feðra, bræðra og sona. Saman leggjum við Feðraveldið að velli og byggjum nýtt samfélag.

    Auður Styrkársdóttir í Konudagsmessu

  • Morfís, boð og bönn

    Mælsku- og rökræðukeppnin Morfís hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna daga. Athygli landsmanna hefur verið vakin á ósæmilegri og ofbeldisfullri framgöngu í gegnum árin. Nánar tiltekið að ofbeldi gegn konum sem hafa tekið þátt í keppninni. Nýjasta dæmið er tengt viðureign MA og MÍ fyrr í mánuðinum. Eftir hana steig Eyrún Björg Guðmundsdóttir, ræðukona úr MA, fram og sagði sínar farir ekki sléttar. Hún lýsti ofbeldi liðsmanna ræðumanns MÍ sem var þeim, skólanum og keppninni ekki til sóma.

    Hvað er til ráða?

    Hér má kannski horfa til fótboltans. (more…)

  • Snjalltæki og textinn

    Ég bloggaði aðeins um það hvort og þá hvernig er hægt að nota snjalltækin – símana og spjaldtölvurnar – til að skrifa lengri texta. Það er hægt og árangurinn getur verið býsna góður.