Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Umönnun er ekki tæknilegt úrlausnarefni

    Guðmundur Andri Thorsson:

    Engu er líkara en að forsvarsmenn Strætó hafi litið á þetta eingöngu sem tæknilegt úrlausnarefni fremur en þátt í umönnunarstörfum þar sem reynir á hæfni í mannlegum samskiptum við ólíkt fólk með ólíkar þarfir; fólk sem á það sameiginlegt að eiga vegna fötlunar erfitt með að fara ferða sinna en er að öðru leyti ýmislegt og alls konar.

    Hann hittir naglann á höfuðið, eins og svo oft áður. Nú er að sjá hvað bráðabirgðastjórnin sem var sett í málið gerir.

  • Biblíublogg 9: Kvenmyndir af Guði

    Í Biblíunni eru notaðar margar líkingar til að lýsa Guði. Sumar líkingarnar tengjast konum, til dæmis þessar:

    Guð er eins og ljón, pardus og birna:

    Ég mun reynast þeim sem ljón,
    ligg í leyni við veginn eins og pardus,
    ræðst á þá eins og birna
    svipt húnum sínum (Hós 13.7-8)

    Guð er eins og móðir sem elur barn við brjóst sitt:

    Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu
    að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu?
    Og þó að þær gætu gleymt
    þá gleymi ég þér samt ekki. (Jes 49.15)

    Guð er eins og móðir sem huggar:

    Eins og móðir huggar barn sitt,
    eins mun ég hugga yður,
    í Jerúsalem verðið þér huggaðir. (Jes 66.13)

    Svo líkir Jesús sér við hænu:

    Jerúsalem, Jerúsalem! Þú sem líflætur spámennina og grýtir þá sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum, eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi? (Matt 23.37)

    Það er misjafnt eftir því hvar við erum stödd í lífinu hvaða líking talar til okkar.

    Hvaða líking talar til þín núna?

  • Gnarr og gott með góðu

    Jón Gnarr:

    Ég reyni að launa gott með góðu og illt reyni ég líka að launa með góðu til að efla hið góða. […]

    Það verður tilgangslaust að dæma aðra. Fólk hættir að fara í taugarnar á manni og maður á engan óvin í nokkurri manneskju því um leið og maður elskar sjálfan sig þá elskar maður aðra því allir aðrir eru hluti af manni sjálfum.

    Sammála. Það er tilgangslaust að búa sér til óvini. Samt er fólk alltaf að því.

  • Biblíublogg 7: Jesús berst við guðleysingjana

    Ein af forvitnilegustu Jesúmyndunum er Jesus Christ Vampire Hunter. Þetta er kanadísk B mynd sem fjallar um endurkomu Jesú til að kljást við vampírur. Sumir hafa kallað myndina blöndu af Jesú frá Montreal og Vampírubananum Buffy. Í myndinni er þetta atriði þar sem Jesús berst við guðleysingja.

    Þetta er auðvitað ekki Jesús sem friðflytjandi, en þetta er ein myndin sem birtist af Jesú í svonefndum Jesúmyndum. Stundum byggja þær með beinum hætti á texta Bibíunnar, stundum ekki.

  • Hagsmunamál, ekki hagsmunapot

    Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í guðfræði:

    Á meðan mýtan segir að karlar eigi erfitt með að fá prestsembætti segir raunveruleikinn okkur hið gagnstæða. Ég held að það verði engin breyting hér á fyrr en fólkið í kirkjunni okkar kemst að þeirri niðurstöðu að það sé hagur kirkjunnar að hæfar konur og hæfir karlar gegni til jafns störfum og ábyrgðarstöðum innan kirkjunnar.

    Þetta er mergurinn málsins: jafnrétti er hagsmunamál, ekki hagsmunapot.

  • Mamman og öldrunarlæknirinn

    Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju:

    Ég fylgdi tæplega áttræðri móður minni til öldrunarlæknis á dögunum. Ástæða heimsóknarinnar var sem sagt öldrun. Tíminn hefur ákveðna fordóma gagnvart fullorðnu fólki hann nennir ekki að vinna með því þegar það hefur lokið ákveðnum skyldum við samfélagið.

    Þetta er fordómaleysandi pistill.

  • Biblían og Ásatrúarmenn

    Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði:

    Þetta hefur verið mikil eyðimerkurganga.

    Orðin lét Hilmar Örn falla í viðtali við Fréttablaðið. Tilefnið er löng bið þeirra Ásatrúarmanna eftir hofi. Orðatiltækið á rætur að rekja til Biblíunnar og vísar til Ísraelsmanna sem voru 40 ár í eyðimörkinni, sbr. orðin í Jósúa 5.6:

    Í fjörutíu ár gengu Ísraelsmenn um eyðimörkina

    Áhrif Biblíunnar eru víða.

  • Hrafninn hugsar

    Hrafninn

    Þessi íhuguli hrafn sat á trjágrein í dag. Kannski var hann að leita sér að æti, kannski að upphugsa snjallt krunk til að deila með félögunum.

  • Önnur hlið á því þegar Stephen Fry hittir Guð

    Giles Fraser:

    This is why the Jesus story is, for me, the most theologically revolutionary story that there can be. Because it imagines God and power separated. God as a baby. God poor. God helpless on a cross. God with a mocking and ironic crown of thorns. In these scenes it is Caesar who has the power. And so the question posed is: which one will you follow when push comes to shove? You can follow what is right and get strung up for it. Or you can cosy up to power and do as you are told. By saying that he will stare ultimate power in the face and, without fear, call it by its real name, Fry has indicated he is on the side of the angels (even though he does not believe in them). Indeed, Fry is following in a long tradition of religious polemic, from Job to Blake and beyond.

    Lykilspurningin er nefnilega sú hvaða mynd þú hefur af Guði. Hvort kemur á undan? Valdið eða kærleikurinn? Er Guð vald eða er Guð kærleikur?

  • Ekki skrumskæla, afbaka eða rangtúlka

    Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju:

    Að mínu mati sýnum við þó skoðunum annarra virðingu fyrst og fremst með því að gera fólki ekki upp skoðanir eða skrumskæla, afbaka og rangtúlka það sem því finnst.

    Nákvæmlega.