Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Góð fasta

    Justin Welby, erkibiskup af Kantaraborg, tók þátt í samtali um það hvað væri góð fasta í samtímanum. Það er á netinu.

  • Fimmtán sekúndur um forgangsröðun

    Guðspjall þessa sunnudags í kirkjunni fjallar um forgangsröðun. Hér er fimmtán sekúndna prédikun.

  • Gleðidagur 47: Þett’er nóg

    Disney myndin um prinsessurnar Elsu og Önnu er í miklu uppáhaldi á heimilinu. Dæturnar okkar eru snillingar í að finna lögin úr Frosin á YouTube í margvíslegum útgáfum. Þessi útgáfa af Let it Go er í sérklassa. Hér syngur Brian Hull lagið með röddum ótal margra söguhetja úr Disneymyndum.

    Á fertugasta og sjöunda gleðidegi viljum við þakka fyrir alla áhugalistamennina, eins og Brian Hull, sem taka þekkt verk og gera þau að sínum og leyfa okkur hinum að njóta.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 33: Morgundans með KK

    Árni hitti KK í síðustu viku og hlustaði á hann segja frá því hvernig hann hugsaði morgunþáttinn sinn á Rás 1, ekki síst hvernig hann valdi tónlistina. Við þetta tækifæri spilaði KK þetta lag með Julie London sem heitir Cottage for Sale og er gullfallegt. Okkur langar að deila þessu lagi með lesendum bloggsins okkar í dag um leið og við spyrjum:

    Eigum við ekki að hækka aðeins í græjunum og taka svo sporið að morgni þrítugasta og þriðja gleðidags?

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 31: Göngum saman

    Á þrítugasta og fyrsta gleðidegi viljum við deila með ykkur þessu myndbandi eftir Daniel Koren. Göngukeppnin í huga hans verður tilefni til umhugsunar um það hvernig og hvers vegna við göngum – eða göngum ekki – saman í lífinu. Um leið leitar á hugann spurningin um gæði þess að ganga gegnum lífið með öðru fólki.

    Stuttmyndin hans Daniels er falleg íhugun um þau öll sem Jesús kallaði náunga og góð hvatning til okkar á gleðidögum.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 29: Sjö hamingjuráð

    Í gær var TEDx Reykjavík haldið í Hörpu. Á tuttugasta og níunda gleðidegi viljum við deila með ykkur persónulegum hamingjuráðum Stefan Sagmeister sem hann sagði frá á TED ráðstefnu í Cannes árið 2010. Það má læra af þeim.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Jóladagatalið: Agnes

    Kærleikurinn er afl.

  • Jóladagatalið: Þóra Björg

    Kærleikurinn er litla Jesúbarnið og tilfinningin fyrir því sem við eigum sameiginlegt.

  • Jóladagatalið: Ármann

    Kærleikurinn er pólitískur.

  • Jóladagatalið: Guðrún María

    Ást og gleði, það er málið.