Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Örvænting, upprisa og uppvakningar

    Haraldur Hreinsson fjallar um sjónvarpsþættina The Walking Dead í nýrri grein á vef Deus ex cinema:

    Við skynjum að í þessum nýja, ógurlega heimi er enn eitthvað til sem heitir réttlæti og góðvild og við sjáum áhrifamikil dæmi um eitthvað sem við gætum kallað miskunn, fórnfýsi og fyrirgefningu. Þó fólkið sem við fylgjumst með glími við erfiðleika sín á milli þá sjáum við að innan hópsins ríkir kærleikur, vinátta og samstaða.

     

  • Hjúskapur hælisleitenda

    Brottvísun hælisleitanda sem jafnframt er maki Íslendings er ekki jafneinfalt mál og vísan í „Dyflinarreglugerð“ eða annar smávandi í hælisumsókn getur réttlætt, að mínu mati.
    Toshiki Toma, Fréttablaðið 14/5/2014.

  • Páskafólk

    Við getum verið á þeim stað í lífinu að við kunnum betur við okkur í föstunni, sem beinir sjónum að baráttu og mótlæti lífsins. Hin skjótu umskipti frá föstudeginum langa til páskadags, frá dauða til lífs, geta verið yfirþyrmandi og ruglandi. Þá er gott að fá að taka á móti fyrirheiti páskanna í litlum skrefum, eins og dagsbirtunni á vormánuðum, sem eykst og eykst. Páskarnir eru loforðið um að Guð sem var farinn, tekur sér stöðu með manneskjunni og stígur með henni inn í ljósið. Fáum okkur morgunmat

  • Dauði á diskóbar

    Þett’er föstudagurinn langi
    aðeins fimmtíuogtvisvar á ári

    Í dag er fyrri dagurinn sem við skrifum um í pistlinum Dauði og upprisa á diskóbar.

  • Feður gegn feðraveldi

    Jafnréttið byrjar heima. Allar stúlkur eiga föður, og afa, margar bræður og syni. Hvaða faðir vill ekki dóttur sinni vel? Enginn, hefði ég haldið. Það er mikilvægt að feður leggi dætrum sínum lið í mannréttindabaráttu hvar í heiminum sem er, feður og afar, frændur, bræður og synir. Barátta kvenna um heim allan hefur skilað miklum árangri. Henni lýkur hins vegar ekki, og getur ekki lokið, án feðra, bræðra og sona. Saman leggjum við Feðraveldið að velli og byggjum nýtt samfélag.

    Auður Styrkársdóttir í Konudagsmessu

  • Rauð, græn og hvít

    Jólin eru tími tákna og tilfinninga. Táknin eiga sér ólíkan uppruna og þau eiga sér líftíma. Tilfinningarnar eru líka lífsförunautur sem tekur breytingum. Þetta tvennt mætist í jólunum á hverju ári. Eitt af því sem við stöndum alltaf frammi fyrir þegar jólin nálgast, er að vinna þannig með þetta tvennt þannig að það varpi ljósi á inntak jólanna hér og nú.

    Úr leiðara jólablaðs Kirkjuritsins 2013

  • Bænavaktin í hríðinni

    Gott að standa bænavaktina í hríðarbyljum og éljagangi. Snjóbarðar konur með eplakinnar komu í Vídalínskirkju til að íhuga Guðs orð og sig sjálfar í bænahringnum og Jóga Nidra.

  • Fjörtíu og fimm ljúf ár

    Það hefur verið ljúft að vera prestur í þessi fjörtíu og fimm ár og útgangspunkturinn hefur alltaf verið að Jesús á að vaxa og ég á að minnka. Ég vona að það hafi tekist.“

    Tómas Sveinsson um árin fjörtíu og fimm í prestsþjónustu. Þetta lýsir honum vel.

    Ps. Kveðjumessan hans er á sunnudaginn kl. 11.

  • Úr djúpinu

    Það er hægt að drepa fólk án þess að skjóta það niður – með því t.d. að hunsa mannréttindi og mannvirðingu þeirra sem hafa þurft að flýja heimaland sitt en komast ekki inn í kerfið og fara því á mis við eðlilegan stuðning og tækifæri til að leggja sitt af mörkum og blómstra.

    Úr djúpinu ákalla flóttamenn og hælisleitendur, úr djúpinu ákalla börn og fullorðnir í stríðshrjáða Sýrlandi. Þau leita eftir lífi og öryggi, bíða þess að einhver heyri grátbeiðni þeirra, þrá miskunn, lausn og morgun.

    Úr djúpinu

  • Engin fúkyrði takk

    Látið ekkert fúkyrði líða ykkur af munni heldur það eitt sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gerist, til þess að það verði til góðs þeim sem heyra.

    Mannakorn dagsins á síðu kirkjunnar á Facebook. Góð skilaboð og fín markmiðslýsing um samskipti á vefnum og í lífinu almennt.