Í gær var tekin skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Klettaskóla. Þetta þykir okkur alveg frábært því það mun gera Klettaskóla – sem er frábær skóli – enn betri. Því ber að fagna. Á vef skólans eru nokkrar myndir.
Blogg
Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.
-
Biblíulestur í hádeginu
Í Laugarneskirkju í hádeginu:
Tíminn á milli páska og hvítasunnu eru gleðidagar. Á þessu tímabili ætlum við að íhuga sérstaklega gjafir lífsins sem við þiggjum úr Guðs hendi. Í hverju þriðjudagshádegi verður sóknarpresturinn með heitt á könnunni og opið hús, kl. 12.15 – 13, og leiðir samtal og biblíulestur út frá þema gleðidaganna.
Kíktu í heimsókn ef þig langar að staldra við og eiga samtal sem vekur til umhugsunar um þakkarefni lífsins. Hlakka til að sjá þig!
-
Úlfurinn Jesús
Morgunprédikun um lærdóminn sem felst í bókinni Vertu úlfur og orðaskipti Jesú og Pílatusar.
-
Í beinni á Twitter og Meerkat
Meerkat er nýtt smáforrit fyrir snjalltæki sem er hægt að nota fyrir beinar útsendingar á netinu. Ég prófaði það í morgun, þetta er einfalt í notkun og virkar vel. Þegar þú byrjar útsendingu er það tilkynnt Twitter auk þess sem vinir þínir á twitter eða meerkat geta fengið tilkynningu í símann sinn eða spjaldtölvuna. Ég sé ýmsa möguleika til að senda út efni – þið fylgist bara með á @arnisvanur.
-
Trú/leysi og einkamál
Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju:
Undir það tek ég. Guð er ekki einkamál presta og heldur ekki kirkna.
Guðleysi og vantrú er heldur ekki einkamál trúlausra eða samtaka sem stofnuð hafa verið um slíka afstöðu til trúar.
Jamm.
-
Sá Golíat Davíð?
Malcom Gladwell:
Well, it turns out that there’s been a great deal of speculation within the medical community over the years about whether there is something fundamentally wrong with Goliath, an attempt to make sense of all of those apparent anomalies.
Ein tilgátan sem Gladwell nefnir er að Golíat hafi þjáðst af því sem er kallað acromegaly, einn fylgikvilli þess sjúkdóms er döpur sjón. Það getur því vel hugsast að Golíat hafi ekki séð Davíð.
-
Vinstri, kristni, hræsni
Giles Fraser:
Hypocrisy is an accusation often levelled at two groups in particular: lefties and the religious. And the thing that both these groups have in common is that they both want to employ a moral vision to redesign the world. Which opens the possibility of professing a position that one fails fully to live up to – ie hypocrisy. Indeed, unless one is a saint, I cannot see how it is possible to be a Christian and not a hypocrite. To my mind, this hypocrisy is a near inevitable consequence of taking any sort of moral stand.
Fraser fléttar saman kristni, vinstriáherslur í pólitík og hræsni um leið og hann minnir á að við eigum að taka afstöðu og gera kröfur, til okkar sjálfra og annarra, jafnvel þótt við getum ekki alltaf risið undir þeim.
-
Lækin og lífið
Lífið er læk var yfirskrift morgunverðarfundar Advania í síðustu viku. Þar fluttu þrír fyrirlesarar vekjandi erindi um notkun unglinga á samfélagsmiðlum, hvernig á að nálgast þetta viðfangsefni, hvar ber að varast og hvað er til eftirbreytni. Erindi voru tekin upp og hægt er að horfa á þau á vef Advania.
Flott framtak.
-
Mótmæli í þremur liðum
Bjarni Karlsson, prestur:
Jón Gnarr er í mínum huga hellings mikill frelsari sem í argasta gríni og fúlustu alvöru hefur opnað augu margra fyrir því að það er í lagi að vera alls konar og að við græðum öll á fjölbreytileikanum. Þess vegna langar mig að mótmæla aðalatriðinu í grein hans „Guð er ekki til“ sem birtist hér á þessum vettvangi sl. laugardag.
Mótmælendaprestur mótmælir fullyrðingum um trú og vísindi, heilbrigði og tjáningarfrelsi í stuttum pistli.
-
Trú er hluti af sjálfsmynd fólks
Við vorum gestir Frosta og Mána í Harmageddon í morgun og spjölluðum við þá félaga um það hvernig trúin er hluti af sjálfsmynd fólks. Tilefnið var greinin okkar í Fréttablaðinu í gær.