Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Biblíublogg 3: Bent nálgast Biblíuna

    Í morgun hófst útvarpsþátturinn Virkir morgnar á laginu Bent nálgast með XXX Rottweiler hundar. Texti lagsins er dæmi um það hvernig flétta má Biblíustef inn í dægurlög.

    Þarna er m.a. vísað í sköpunarsöguna (1Mós 1.1–2.4) , engisprettuplágu (2Mós 10.1–20) og nafn Guðs kemur fyrir (2Mós 3). Í viðlaginu er þetta sett í samhengi þess heimurinn hafi verið skapaður á sjö dögum sem í meðförum rapparans verður upptaktur að heimsendi á sjö dögum:

    Skapaði heiminn á sjö dögum og eyði honum á jafn mörgum
    Náttúruhamfarir á fyrsta degi og engisprettur á öðrum
    Þriðja, fjórða, fimmta og sjötta mun ég bæta við ykkur kvölunum
    Kem svo sjálfur á sjöunda degi til að ráða ykkur af dögunum

    Guðsmyndin er eitt af viðfangsefnum langsins. Hér birtist hinn reiði Guð sem. Hann hefur í raun holdgerst í rapparanum eins og titill lagsins ber með sér.

    Guðsmyndin er eitt af stóru viðfangsefnunum í Biblíunni. Þar kynnumst við ólíkum myndum af Guð, Guði sem skapar heiminn (1Mós 1–2), Guði sem refsar (1Mós 6–7), Guði sem sýnir umhyggju (Hós 11.3–4, Lúk 13.34). Verkefnið okkar sem rýnum í Biblíuna er púsla þessum ólíka vitnisburði um Guð saman. Þegar við gerum það getur bæði verið gagnlegt og skemmtilegt að hafa hliðsjón af vinnu textaskáldanna sem yrkja í samtímanum.