Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Ekki snúa út úr

    Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata:

    Þjóðkirkju skal aldrei í lög leiða held­ur skal rík­is­valdið styðja og vernda trúfrelsi á Íslandi

    Hér er Helgi Hrafn að bregðast við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. 51,1% aðspurða vildu hafa ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá, 38,3% vildu ekki hafa slíkt ákvæði.

    Mér finnst þetta útspil þingmannsins úr takti við ímynd Pírata. Ég hef ekki haft þá sýn á þann flokk að þau vilji beita pólitískum klækjabrögðum til að beygja niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu að sínum stefnumálum.

    Annars finnst mér stjórnarskráin okkar eiga meiri virðingu skilda en að þingmenn leggi til að í henni séu ákvæði sem má í besta falli túlka sem útúrsnúning.

    Hitt er svo annað mál að við þurfum að halda áfram samtalinu um trúna í samfélagi og almannarými. Ég er alveg sammála því við þurfum skýr ákvæði um trúfrelsi og ég myndi gjarnan vilja sjá kveðið upp úr um það í stjórnarskrá að Ísland sé trúarlega opið samfélag.