Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Mótmæli í þremur liðum

    Bjarni Karlsson, prestur:

    Jón Gnarr er í mínum huga hellings mikill frelsari sem í argasta gríni og fúlustu alvöru hefur opnað augu margra fyrir því að það er í lagi að vera alls konar og að við græðum öll á fjölbreytileikanum. Þess vegna langar mig að mótmæla aðalatriðinu í grein hans „Guð er ekki til“ sem birtist hér á þessum vettvangi sl. laugardag.

    Mótmælendaprestur mótmælir fullyrðingum um trú og vísindi, heilbrigði og tjáningarfrelsi í stuttum pistli.

  • Vísindin, skynsemin og Guð

    Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Neskirkju:

    Vísindin eru ekki í andstöðu við Guð, hann er þar að finna. Skynsemin er ekki í andstöðu við Guð, hún er okkur af Guði gefin. Þó skynsemi og vísindi séu gagnleg verkfæri til að lýsa og greina eru þau ekki upphaf og endir mannlegrar tilveru. Djúpt í sálu hvers manns býr þráin eftir tilgangi, elsku og samfélagi og öll erum við leitandi á þeirri vegferð.

    Vel orðað.