Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Kolaglóð og krýsólít: Reiðhjólabæn

    Vorið er tíminn þegar við tökum hjólin okkar fram og njótum hreyfingar og útiveru í sátt og samlyndi við umhverfið. Götur, torg og skólalóðir fyllast líka af ungu hjólreiðafólki með marglita hjálma og skrautlega lása.

    Ég tók saman stutta helgistund þar sem við nefnum hluti sem eru mikilvægir öllu hjólafólki. Fyrst kemur ritningarlestur – sem er soldið flippaður, enda frá þeim magnaða spámanni og presti Esekíel, sem lifði á 6. öld fyrir Krist. Mér finnst hann passa vel í reiðhjólabæn þar sem hann fjallar um hjól og það er mikið líf í tuskunum. Svo kemur bæn sem er sett upp eins og almenn kirkjubæn í venjulegri messu, þar sem einn les og hinir svara. Að lokum fylgir blessun og smurning – því bæði fók og hjól þurfa réttu olíuna til að ganga vel.  (more…)