Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Sá Golíat Davíð?

    Malcom Gladwell:

    Well, it turns out that there’s been a great deal of speculation within the medical community over the years about whether there is something fundamentally wrong with Goliath, an attempt to make sense of all of those apparent anomalies.

    Ein tilgátan sem Gladwell nefnir er að Golíat hafi þjáðst af því sem er kallað acromegaly, einn fylgikvilli þess sjúkdóms er döpur sjón. Það getur því vel hugsast að Golíat hafi ekki séð Davíð.

  • Gleðidagur 29: Sjö hamingjuráð

    Í gær var TEDx Reykjavík haldið í Hörpu. Á tuttugasta og níunda gleðidegi viljum við deila með ykkur persónulegum hamingjuráðum Stefan Sagmeister sem hann sagði frá á TED ráðstefnu í Cannes árið 2010. Það má læra af þeim.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.