Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Gleðidagur 46: Sumarblómin blómstra

    Eitt af skemmtilegu snemmsumarverkunum er að fegra nærumhverfið okkar með  sumarblómum. Sumarblóm koma í óteljandi gerðum og myndum og henta öllum íbúðargerðum.  Sumarblómin henta jafnt í stórum görðum í kringum einbýlishús og á svalir í fjölbýlishúsum. Við látum nægja að stinga niður nokkrum blómum í þartilgerð ker sem standa við útidyrnar okkar. Þegar blómin opna sig í sólskininu, gleðja þau með litafegurð og angan, og fríska sannarlega upp á grátt húsið og gráa stéttina.

    Í sumar völdum við hvítt nálarauga og sólboða, sem blómstrar stórum fjólubláum blómum. Á fertugasta og sjötta gleðidegi þökkum við fyrir sumarblómin sem gleðja með ilm og fegurð á meðan þau lifa sumarlangt.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.