Meerkat er nýtt smáforrit fyrir snjalltæki sem er hægt að nota fyrir beinar útsendingar á netinu. Ég prófaði það í morgun, þetta er einfalt í notkun og virkar vel. Þegar þú byrjar útsendingu er það tilkynnt Twitter auk þess sem vinir þínir á twitter eða meerkat geta fengið tilkynningu í símann sinn eða spjaldtölvuna. Ég sé ýmsa möguleika til að senda út efni – þið fylgist bara með á @arnisvanur.
Blogg
Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.
-
Lækin og lífið
Lífið er læk var yfirskrift morgunverðarfundar Advania í síðustu viku. Þar fluttu þrír fyrirlesarar vekjandi erindi um notkun unglinga á samfélagsmiðlum, hvernig á að nálgast þetta viðfangsefni, hvar ber að varast og hvað er til eftirbreytni. Erindi voru tekin upp og hægt er að horfa á þau á vef Advania.
Flott framtak.