Síðasta haust kom út sálmahefti með um það bil eitt hundrað og sextíu nýjum sálmum til að syngja í kirkjunni. Sálmabókarnefnd hefur unnið að því að gera sálmana aðgengilega á vefnum og nú er texti þeirra allra í Sálmabókinni á Trú.is. Nefndin hefur líka sett sér það markmið að hægt sé að hlusta á alla sálmana á vefnum. Kristín hefur haft umsjón með því og hún hefur farið milli kirkna með upptökutæki. Afraksturinn eru sautján sálmar sem er hægt að spila á Trú.is:
- 821, Jesús er upprisinn
- 822, Fullar hendur af blómum
- 830, Guð, sem gefur lífið
- 834, Leitið hans ríkis
- 835, Heyr þann boðskap
- 846, Ljósfaðir
- 848, Allt sem Guð hefur gefið mér
- 852, Í dagsins dýrðarmynd
- 854, Nú sjáum við sólina rísa
- 858, Þú kemur, Jesús Kristur inn
- 859, Athvarf mitt
- 865, Þú ert Drottinn, dýrð sé þér
- 868, Drottinn, miskunna þú oss
- 875, Dýrð þér, dýrð þér, dýrð þér
- 912, Góði Guð, er ég bið
- 913, Guð í þinni hendi
- 918, Færðu mér ljósið
Þegar gleðidagarnir eru hálfnaðir skulum við syngja saman.
Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.