Morgunbæn á Rás 1, sunnudaginn 25. janúar:
Góðan dag kæri hlustandi.
Ég vona að þú hafir hvílst vel í nótt og að svefninn hafi verið endurnærandi og góður.
Það er svo mikilvægt að tilheyra. Að finna sig sem hluta af hópi. Að finna að borin sé fyrir mér virðing. Að finna að mér verði sýnd umhyggja. Á þessum sunnudagsmorgni langar mig að lesa fyrir þig einn af lestrum dagsins í kirkjunni. Hann er að finna hjá Hósea spámanni og fjallar um það að tilheyra og finna sig öruggan. (more…)