Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Treystu þessu

    Morgunbæn á Rás 1, sunnudaginn 25. janúar:

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég vona að þú hafir hvílst vel í nótt og að svefninn hafi verið endurnærandi og góður.

    Það er svo mikilvægt að tilheyra. Að finna sig sem hluta af hópi. Að finna að borin sé fyrir mér virðing. Að finna að mér verði sýnd umhyggja. Á þessum sunnudagsmorgni langar mig að lesa fyrir þig einn af lestrum dagsins í kirkjunni. Hann er að finna hjá Hósea spámanni og fjallar um það að tilheyra og finna sig öruggan. (more…)

  • Lífið getur verið erfitt

    Morgunbæn á Rás 1, laugardaginn 24. janúar:

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég vona að þú hafir hvílst vel í nótt og að svefninn hafi verið endurnærandi og góður.

    Jesús er iðulega á göngu í guðspjöllunum. Hann er á leiðinni. Fer frá einum stað til annars. Hvað segir það okkur um líf hinna kristnu? Kannski að lífið sé ferðalag þar sem við erum stöðugt að reyna eitthvað. Jesús lifði heldur ekki auðveldu lífi. Um það vitna guðspjöllin. Til dæmis segir í Lúkasarguðspjalli: (more…)

  • Hlustar þú?

    Morgunbæn á Rás 1, föstudaginn 23. janúar:

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég vona að þú hafir hvílst vel í nótt og að svefninn hafi verið endurnærandi og góður.

    Hvernig gengur þér að hlusta? Á þig sjálfan? Á annað fólk? Á tilfinningar og aðstæður? Finnst þér skarkalinn í samfélaginu ærandi? Hraðinn of mikill? Upplýsingarnar þrúgandi? Er of mikið um að vera? Finnst þér aðrir hlusta á þig þegar þú talar? Finnst þér aðrir skilja þig? Hlustar þú þegar aðrir tala við þig? Skilur þú? (more…)

  • Zzzzzzzz

    Morgunbæn á Rás 1, fimmtudaginn 22. janúar:

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Svefninn er okkur mannfólkinu nauðsynlegur. Við þurfum að hvílast til að geta tekist á við annir dagsins. Stundum kemur hann fljótt og við svífum til móts við draumana jafnharðan og lagst er á koddann. Stundum kemur hann seint eða jafnvel ekki og nóttin verður löng og jafn annasöm og dagarnir. Kannski er ástæðan sú að áhyggjur þjaka. Kannski af því að verkefnin eru svo mörg. (more…)

  • Ég elska þig

    Morgunbæn á Rás 1, miðvikudaginn 21. janúar:

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég vona að þú hafir hvílst vel í nótt og að svefninn hafi verið endurnærandi og góður.

    Þegar rætt er um ástina eða kærleikann í Biblíunni þá er hún aldrei bara tilfinning. Henni fylgja alltaf aðgerðir og verk. Á sama hátt er ástin í hjónabandi eða sambandi með fleiru en orðum. Hún er tjáð með lífinu öllu. Orðum þurfa að semsagt að fylgja verk sem endurspegla raunveruleika ástarinnar. „Ég elska þig“ segjum við „og ég sýni það með lífi mínu öllu.“
    Ást okkar mannfólksins er einskonar eftirmynd af ást Guðs á heiminum. Þess vegna birtist hún í verkefnum sem beinast að velferð annars. Þau ná í raun til allra sem við tengjumst, ekki bara þeirra sem við erum bundin fjölskyldu- eða vináttuböndum. Okkur á að vera annt um velferð alls mannfólks. (more…)

  • Friður sé með þér

    Morgunbæn á Rás 1, þriðjudaginn 20. janúar:

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég vona að þú hafir hvílst vel í nótt og að svefninn hafi verið þér endurnærandi og góður.

    Einn fallegasti hluti messunnar í kirkjunni er það sem við köllum friðarkveðju. Þá snýr presturinn sér að söfnuðinum og segir eða syngur: Friður Drottins sé með yður Söfnuðurinn svarar síðan kveðjunni. Það er misjafnt hvað fylgir á eftir. Stundum heldur messan áfram. Þá stendur friðarkveðjan eins og sér sem örlítil áminning um að við eigum að vera friðarfólk. (more…)

  • Taktu þér tíma

    Morgunbæn á Rás 1, mánudaginn 19. janúar:

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég heilsa þér í upphafi vinnuvikunnar og vona að nóttin hafi verið þér góð.

    Tíminn er merkilegt fyrirbæri. Hann líður áfram, stund fyrir stund, mínútu fyrir mínútu. Stundum alltof hægt og stundum of hratt. (more…)

  • Hvíldardagur

    Morgunbæn á Rás 1, sunnudaginn 18. janúar.

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég vona að nóttin hafi verið þér góð.

    Í dag er sunnudagur. Hvíldardagur.

    Stundum er svo mikill ys og þys í kringum okkur. Og það getur verið krefjandi að lifa í heimi sem er fullur af snjalltækjum og samskiptamiðlum. Þá er gott að taka frá tíma til að aftengjast.

    Við getum slökkt á öllum tækjunum sem senda okkur skilaboð í sífellu: á farsíma og tölvu, sjónvarpi og útvarpi. Við getum aftengt sítenginguna við netið sem er afsakaplega gagnlegt af því að hún tengir okkur við þau sem skipta okkur máli, en má líka alveg við því að detta út endrum og sinnum. Til dæmis á hvíldardeginum. Í dag. (more…)

  • Hvernig lítur helgin þín út?

    Morgunbæn á Rás 1, laugardaginn 17. janúar.

    Góðan dag, kæri hlustandi.

    Ég vona að þú hafir sofið vel í nótt.

    Þá er helgin runnin upp. Fyrir mörgum eru helgarnar hvíldartími, tækifæri til að skipta um gír og endurnærast.

    Hvernig lítur helgin þín út? Er allt skipulagt í ystu æsar? Ertu að vinna um helgina? Er hún óskipulögð? Mætir hún þörfum þínum og væntingum? Vantar eitthvað?

    Mig langar til að deila með þér uppskrift að góðri helgi. Þú getur prófað hana um þessa helgi eða kannski síðar. (more…)

  • Stráið og fingurgómarnir

    Morgunbæn á Rás 1, föstudaginn 16. janúar.

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég vona að nóttin hafi verið þér góð og að þú hafir hvílst vel.

    Ég skoðaði mynd um daginn. Sumarmynd af barni sem virti virða fyrir sér strá. Ósköp hversdagslegt strá eins og vex í hverjum garði alveg án þess að nokkur hafi milligöngu um það. Barnið horfði á stráið og snerti það með fingurgómunum.

    Manst þú hvernig tilfinning er að velta strái og öxum milli fingurgómanna? Manstu eftir áferð grassins sem grær undir húsveggnum? Eru fingur okkar sem eldri erum kannski kunnugri áferð lyklaborðsins á tölvunni eða snjallsímanum? (more…)