Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Gleðidagur 24: Í upphafi

    Íslandsvinurinn Russel Crowe leikur Nóa í samnefndri kvikmynd sem Darren Aronofsky leikstýrði og tók upp að hluta til á Íslandi. Eitt magnaðasta atriðið í myndinni er frásögn í máli og myndum af sköpun heimsins. Hún byggir á sköpunarsögunni (og sögunni af fallinu) í fyrstu köflum fyrstu Mósebókar og það er hægt að sjá hana á YouTube.

    Á tuttugasta og fjórða gleðidegi fögnum við sköpuninni sem springur út þessa dagana og þökkum fyrir frásagnameistara eins og Aronofsky sem færa þekktar sögur í nýjan búning.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.