Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Lækin og lífið

    Lífið er læk var yfirskrift morgunverðarfundar Advania í síðustu viku. Þar fluttu þrír fyrirlesarar vekjandi erindi um notkun unglinga á samfélagsmiðlum, hvernig á að nálgast þetta viðfangsefni, hvar ber að varast og hvað er til eftirbreytni. Erindi voru tekin upp og hægt er að horfa á þau á vef Advania.

    Flott framtak.

  • Mótun til mannúðar

    Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum:

    Það skiptir máli að við mótumst til mannúðar í bernsku okkar og æsku,

    • að við mótumst til að vera þátttakendur í baráttu þeirra, sem eiga á brattann að sækja,
    • að við mótumst til að standa með þeim sem verða fyrir einelti í stað þess að leggja aðra í einelti,
    • að við mótumst til þess að láta okkur þykja vænt um fólk í stað þess að líta á aðra sem óvini okkar,
    • að við lærum að vera frjáls í stað þess að ánetjast því sem vont er og gæti fjötrað okkur þeim fjötrum sem við losnum kannski aldrei úr.

    Mótun til mannúðar, það er gott leiðarhnoð í uppeldinu.