Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Gleðidagur 31: Göngum saman

    Á þrítugasta og fyrsta gleðidegi viljum við deila með ykkur þessu myndbandi eftir Daniel Koren. Göngukeppnin í huga hans verður tilefni til umhugsunar um það hvernig og hvers vegna við göngum – eða göngum ekki – saman í lífinu. Um leið leitar á hugann spurningin um gæði þess að ganga gegnum lífið með öðru fólki.

    Stuttmyndin hans Daniels er falleg íhugun um þau öll sem Jesús kallaði náunga og góð hvatning til okkar á gleðidögum.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.