Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Gleðidagur 41: Einhverfa í myndum

    Debbie Rasiel er ljósmyndari. Á síðasta ári ferðaðist hún um heiminn til að mynda börn með einhverfu. Hún kom meðal annars til Íslands og tók myndir af nokkrum íslenskum krökkum. Eitt þeirra er hann Tómas Viktor okkar. Í lok mánaðarins verður opnuð ljósmyndasýning með myndunum hennar. Nokkrar þeirra má líka skoða á vefnum. Hún tók líka fjölskyldumyndina hér að ofan.

    Á fertugasta og fyrsta gleðidegi fögnum við fjölbreytninni og þökkum kynnin við Debbie ljósmyndara sem gefur sig að þeim sem eru öðruvísi en líka eins.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.